Íslenski boltinn

Örvar ó­lög­legur og HK vinnur þrátt fyrir tap

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Örvar í treyju Stjörnunnar.
Örvar í treyju Stjörnunnar. Stjarnan

Stjarnan tefldi fram ólöglegum leikmanni er liðið lagði HK 4-0 í Lengjubikar karla í knattspyrnu nýverið. Því hefur úrslitunum verið breytt og þá þarf Stjarnan að greiða sekt.

Leikmaðurinn sem um er ræðir er Örvar Eggertsson en hann kemur til Stjörnunnar frá HK þar sem hann spilaði gríðarlega vel á síðustu leiktíð Bestu deildar karla.

Langt er síðan Stjarnan tilkynnti um komu Örvars en aldrei hafði verið gengið frá félagaskiptum. Úrslitunum var því breytt úr 4-0 sigri Stjörnunnar í 3-0 sigur HK og þá þarf Stjarnan að greiða sextíu þúsund krónur í sekt.

Stjarnan og HK eru í riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins. Eftir sigurinn er HK með fjögur stig í 4. sæti að loknum 5 leikjum. Stjarnan er sæti neðar með aðeins eitt stig eftir þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×