Erlent

Mannýgir flóðhestar Escobars valda usla

Jón Þór Stefánsson skrifar
Flóðhestar Pablos Escobar voru fjórir en eru nú 170 talsins.
Flóðhestar Pablos Escobar voru fjórir en eru nú 170 talsins. Getty

Afkomendur fjögurra flóðhesta sem voru í eigu fíkniefnabarónsins Pablo heitins Escobar hafa verið að valda usla í Kolumbíu undanfarið. Þeir eru sagðir mannýgir.

Tilkynnt hefur verið um árásir flóðhestanna á skólalóð og í veiðiþorp. Bandaríski miðillinn Vice greinir frá þessu og segir að fólk hafi verið flutt á sjúkrahús eftir árásir dýranna.

Flóðhestarnir, sem voru líkt og áður segir fjórir talsins, voru í hópi fjölda dýra sem fíkniefnabarónsins frægi, Pablo Escobar, flutti í einkadýragarð sinn í Kólumbíu á níunda áratug síðustu aldar. Eftir andlát Escobar árið 1993 voru dýrin gefin til annarra dýragarða, nema flóðhestarnir.

Á fjörutíu árum hefur flóðhestahjörðin stækkað umtalsvert, og eru dýrin nú talin vera tæplega 170 talsins. Haldi þau áfram að fjölga sér með sama móti óttast stjórnvöld að það muni stafa en meiri ógn af þeim en nú.

Talið er að flóðhestar Escobars séu einn „fjölmennsti“ innflutti hópur dýra í heimi.

Að því sem fram kemur í grein Vice hafa stjórnvöld í Kólumbíu lagt fram milljónir Bandaríkjadala til að leysa vandamálið, en dýrin eru sögð hafa valdið skemmdum á jarðvegi í Suður Ameríku, eitrað vatnsfarvegi, og drepið fisk.


Tengdar fréttir

Vilja gelda afkomendur flóðhesta Escobars

Yfirvöld í Kólumbíu eru byrjuð að gelda flóðhesta, sem eru afkomendur dýra sem fíkniefnabarónninn Pablo Escobar flutti til landsins á árum áður. Vonast er til þess að hægt verði að gelda um fjörutíu flóðhesta á ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×