Neytendur

Kalla inn Nóa Kropp vegna hnetu­smits

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mynd af vörunni sem um ræðir.
Mynd af vörunni sem um ræðir. Nói Síríus

Ákveðið hefur verið að kalla inn 200 gramma pakkningar af Nóa Kroppi. Ástæðan er blöndun sem átti sér stað við pökkun sælgætisins, sem veldur því að heslihnetur komust í kroppið. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nóa Síríus. Þar segir að ákvðeið hafi verið að innkalla vöruna, sem er með vörunúmerið 11663 með best fyrir dagsetninguna 28.05.2025.

„Komið hefur í ljós við framleiðslu á Nóa Kroppi 200g, að aðrar súkkulaðihúðaðar vörur hafa blandast saman við í pökkun. Það olli því að þessi framleiðslulota af Nóa Kroppi inniheldur heslihnetur, sem er þekktur ofnæmis- og óþolsvaldur. Neytendur með óþol eða ofnæmi fyrir heslihnetum eru varaðir við að neyta vörunnar en varan er fullkomlega örugg til neyslu fyrir þá sem þola heslihnetur.

Við höfum þegar tilkynnt heilbrigðisyfirvöldum um innköllunina og komið upplýsingum á framfæri til söluaðila um að viðkomandi vara verði tekin úr sölu og er ný framleiðslulota af Nóa Kroppi 200g væntanleg í verslanir.

Við hvetjum þá sem keypt hafa Nóa Kropp 200g að athuga dagsetninguna á umbúðunum og koma pokunum til okkar eða farga vörunni ef við á. Við biðjumst innilegrar velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningunni. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×