Erlent

Orban gefur grænt ljós á inn­göngu Svía

Samúel Karl Ólason skrifar
Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands.
Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. EPA/FILIP SINGER

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið. Þá segist hann ætla að hvetja ungverska þingið til að samþykkja aðildarumsókn Svía eins fljótt og auðið er.

Í færslu sem Orban birti á X (áður Twitter) segist hann hafa sagt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, frá þessari afstöðu sinni í símtali þeirra í dag.

Allar aðrar þjóðir í NATO hafa samþykkt umsókn 

Svíar sóttu um inngöngu í NATO í febrúar í fyrra, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Stjórnvöld í Tyrklandi og Ungverjalandi hafa dregið fæturna í að samþykkja umsókn Svía, þó umsókn Finna, sem sóttu um á svipuðum tíma, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum í apríl í fyrra.

Tyrkneska þingið samþykkti umsókn Svía í gær en Orban hafði sagt fyrr í vikunni að hann vildi fá forsætisráðherra Svíþjóðar til Ungverjalands til viðræðna um aðildarumsókn Svíþjóðar. Áður hafði Orban sagt að Ungverjar vildu ekki verða síðastir til að samþykkja umsókna Svía.

Orban hefur haldið jákvæðu sambandi við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og staðið í vegi aðstoðar Evrópusambandsins handa Úkraínumönnum. Orban fundaði með Pútín í fyrra, sem reitti aðra leiðtoga í Evrópu til reiði.


Tengdar fréttir

Tyrkneska þingið sættir sig við inngöngu Svía

Tyrkneska þingið samþykkti fyrir sitt leyti í kvöld að Svíum yrði veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Veiti Ungverjar einnig samþykki sitt mun samþykki allra aðildarþjóða bandalagsins liggja fyrir.

Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO

Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti.

Stærstu heræfingar NATO í áratugi

Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×