Hægriflokkurinn með meirihluta í Noregi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2023 09:45 Erna Solberg, formaður Høyre, á kosningavöku flokksins í Osló í gær. Flokkurinn vann meirihluta víða í Noregi. Vísir/EPA Hægriflokkurinn Høyre hlaut víða meirihluta í sveitarstjórnarkosningum í Noregi í gær. Nærri 100 ár eru síðan Høyre var stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. Hægriflokkurinn Høyre vann mikinn sigur í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Noregi í nótt en flokkurinn hlaut tæplega 26 prósent atkvæða á landsvísu og Verkamannaflokkurinn tæplega 22 prósent. Til samanburðar hlaut Höyre tuttugu prósent atkvæða í síðustu sveitarstjórnarkosningum og Verkamannaflokkurinn tæplega 25 prósent. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1924 sem Hoyre er stærsti flokkurinn í kosningum, en það hefur alla jafna verið hlutskipti Verkamannaflokksins. Meirihlutann í Osló halda nú flokkarnir Høyre, KrF, FRP og Venstre en það eru einnig flokkarnir sem Høyre sagðist vilja vinna með eftir kosningar í höfuðborginni. Høyre hlaut 32,6 prósent atkvæða og bætti við sig sjö prósentustigum frá seinustu kosningum. KrF hlaut 1,7 prósent atkvæða, FRP hlaut sex prósent og Venstre níu prósent. Samanlagt er það 46,3 prósent. „Það eru miklar tilfinningar í dag,“ segir Raymond Johansen í viðtali við norska miðilinn NRK sem nú lætur af störfum sem borgarstjóri Oslóar en hann er oddviti Verkamannaflokksins og hefur setið sem borgarstjóri síðan 2015. Í heildina á litið vann Verkamannaflokkurinn meirihluta í 121 kommúnu en Høyre meirihluta í 83. Ef litið er til fylkja vann Høyre meirihluta í sjö af tólf en Verkamannaflokkurinn í fimm og Fremskrittspartiet meirihluta í einu. Nánar hér á vef NRK. Tveir nýir borgarstjórar Í viðtalinu kemur fram að hann sé mjög vonsvikinn með niðurstöðurnar. Fleiri hafa tekið undir það en haft er eftir leiðtoga LO, Peggy Følsvik, á vef Aftenposten að hún sé mjög vonsvikin en að nú komi í ljós hvort að raunverulega sé hægt að uppfylla loforð sem hægriflokkarnir hafa sett fram. Líklegt er að Eirik Lae Solberg í Hægriflokknum taki við af Johansen sem borgarstjóri og Anna Lindboe sem hinn borgarstjóri borgarinnar og tekur við af Marianne Borgen. Tveir borgarstjórar eru í Osló. Annar stýrir borgarstjórn og hinn sinnir formlegum athöfnum og hefur engin pólitísk völd. „Markmið viðræðna þessar flokka er að búa Osló undir nýja borgarstjórn og nýja pólitíska stefnu. Og að Anne Lindboe sé kjörin borgarstjóri,“ sagði Lae Solberg í gær er kemur fram í frétt NRK. Jonas Gahr Störe, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, fylgist hér með niðurstöðum í gærkvöldi. Vísir/EPA Jonas Gahr Störe, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í gærkvöldi að niðurstaðan væri á engan hátt eins og hann hafði vonast eftir. Flokksmenn hafi vitað að verkefnið væri erfitt og að niðurstaðan væri á engan hátt ásættanleg. Noregur Tengdar fréttir Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfumuninn „Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu. 11. september 2023 12:02 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Hægriflokkurinn Høyre vann mikinn sigur í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Noregi í nótt en flokkurinn hlaut tæplega 26 prósent atkvæða á landsvísu og Verkamannaflokkurinn tæplega 22 prósent. Til samanburðar hlaut Höyre tuttugu prósent atkvæða í síðustu sveitarstjórnarkosningum og Verkamannaflokkurinn tæplega 25 prósent. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1924 sem Hoyre er stærsti flokkurinn í kosningum, en það hefur alla jafna verið hlutskipti Verkamannaflokksins. Meirihlutann í Osló halda nú flokkarnir Høyre, KrF, FRP og Venstre en það eru einnig flokkarnir sem Høyre sagðist vilja vinna með eftir kosningar í höfuðborginni. Høyre hlaut 32,6 prósent atkvæða og bætti við sig sjö prósentustigum frá seinustu kosningum. KrF hlaut 1,7 prósent atkvæða, FRP hlaut sex prósent og Venstre níu prósent. Samanlagt er það 46,3 prósent. „Það eru miklar tilfinningar í dag,“ segir Raymond Johansen í viðtali við norska miðilinn NRK sem nú lætur af störfum sem borgarstjóri Oslóar en hann er oddviti Verkamannaflokksins og hefur setið sem borgarstjóri síðan 2015. Í heildina á litið vann Verkamannaflokkurinn meirihluta í 121 kommúnu en Høyre meirihluta í 83. Ef litið er til fylkja vann Høyre meirihluta í sjö af tólf en Verkamannaflokkurinn í fimm og Fremskrittspartiet meirihluta í einu. Nánar hér á vef NRK. Tveir nýir borgarstjórar Í viðtalinu kemur fram að hann sé mjög vonsvikinn með niðurstöðurnar. Fleiri hafa tekið undir það en haft er eftir leiðtoga LO, Peggy Følsvik, á vef Aftenposten að hún sé mjög vonsvikin en að nú komi í ljós hvort að raunverulega sé hægt að uppfylla loforð sem hægriflokkarnir hafa sett fram. Líklegt er að Eirik Lae Solberg í Hægriflokknum taki við af Johansen sem borgarstjóri og Anna Lindboe sem hinn borgarstjóri borgarinnar og tekur við af Marianne Borgen. Tveir borgarstjórar eru í Osló. Annar stýrir borgarstjórn og hinn sinnir formlegum athöfnum og hefur engin pólitísk völd. „Markmið viðræðna þessar flokka er að búa Osló undir nýja borgarstjórn og nýja pólitíska stefnu. Og að Anne Lindboe sé kjörin borgarstjóri,“ sagði Lae Solberg í gær er kemur fram í frétt NRK. Jonas Gahr Störe, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, fylgist hér með niðurstöðum í gærkvöldi. Vísir/EPA Jonas Gahr Störe, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í gærkvöldi að niðurstaðan væri á engan hátt eins og hann hafði vonast eftir. Flokksmenn hafi vitað að verkefnið væri erfitt og að niðurstaðan væri á engan hátt ásættanleg.
Noregur Tengdar fréttir Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfumuninn „Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu. 11. september 2023 12:02 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfumuninn „Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu. 11. september 2023 12:02