Viðskipti innlent

Diljá ráðin kynningar­stjóri Lista­há­skólans

Atli Ísleifsson skrifar
Diljá Ámundadóttir Zoëga.
Diljá Ámundadóttir Zoëga. Aðsend

Diljá Ámundadóttir Zoëga, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík, hefur verið ráðin í starf kynningarstjóra Listaháskóla Íslands.

Í tilkynningu segir að Diljá sé með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, BA gráðu í frumkvöðlafræðum og skapandi verkefnastjórnun frá KaosPilot-skólanum í Danmörku, diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum frá EHÍ og hafi lagt stund á nám í sálrænum áföllum og ofbeldi við Háskólann á Akureyri.

„Diljá sat í borgarstjórn á árunum 2010 - 2022 og átti þar setu í ráðum og nefndum innan stjórnsýslunnar. Meðfram þeim störfum vann hún í verkefnum tengdum markaðsmálum og viðburða- og verkefnastjórnun. 

Árið 2013 stofnaði hún og rak fyrirtækið Þetta reddast ehf. sem sinnti verkefnum í almannatengslum, viðburðarhaldi og markaðsmálum fyrir stóran og fjölbreyttan kúnnahóp. Hún var um árabil verkefnastjóri hjá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves og sá um innri markaðssetningu og var framleiðandi hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP games í nokkur ár. 

Einnig sá um stofnun og mótun nýrrar samfélagsmiðladeildar á auglýsingastofunni ENNEMM. Diljá á sem stendur sæti í stjórn RÚV, Bergsins headspace, Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Kvennaskólans í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni. 


Tengdar fréttir

Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands

Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×