Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2023 14:00 Það var létt yfir leiðtogum NATO við upphaf fyrsta fundar í Úkraínuráðinu. Volodymyr Zelensky tekur hér í hönd gestgjafa leiðtogafundarins, Gitanas Nauseda forseta Litháen. Forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Ítalíu eru á milli þeirra. AP/Doug Mills Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO hefur kynnt þriggja liða áætlun bandalagsins um leið Úkraínu til fullrar aðildar að bandalaginu. Í fyrsta lagi mun NATO aðstoða Úkraínu við að aðlaga allan búnað og áætlanir herja Úkraínu að herjum NATO. Í öðru lagi væri stofnun Úkraínuráðs innan NATO. Þar mættust aðilar sem jafningjar til að taka ákvarðanir varðandi Úkraínu. Í þriðja lagi þyrfti Úkraína ekki að leggja fram aðgerðaáætlun eins og önnur umsóknarríki sem ætti að flýta aðildarferlinu. Þegar aðildarríkin teldu að Úkraína hefði uppfyllt skilyrði þessarar áætlunar verði Úkraínu boðin full aðilda að bandalaginu. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu þakkaði Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra bandalagsins fyrir hönd aðildarríkjanna fyrir nýja áætlun um aðlögun Úkraínu að NATO. AP/Mindaugas Kulbis Á sameiginlegum fréttamannafundi Volodymyrs Zelensky forseta Úkraínu og Jens Stoltenbergs sagði Zelensky að boð um aðild að NATO á leiðtogafundinum hefði verið óska niðurstaða. Hann kynni þó vel að meta þau skref sem stigin hefðu verið. Hann hefði skilning á að ekki gæti orðið að fullri aðild á meðan stríð geisaði í Úkraínu, vegna skuldbindinga NATO gagnvart bandalagsþjóðum sem ráðist væri á. Aðild Úkraínu að NATO tengist á vissum sviðum undirbúningi aðildar landsins að Evrópusambandinu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB segir að í báðum tilfellum væri ófrávíkjanleg krafa um endurbætur og styrkingu stofnana í Úkraínu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórar ESB og Charles Michel forseti leiðtogaráðs ESB með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu í dag.AP/Virginia Mayo „Auk baráttunnar við spillingu. Framkvæmdastjórnin á mjög náið samstarf með Úkraínu um þessar umbætur. Það er ótrúlegt að fylgjast með því hversu hratt Úkraínu gengur að innleiða þær þrátt fyrir stríðið," sagði von der Leyen fyrir leiðtogafundinn í morgun. Jens Stoltenberg ítrekaði í morgun að Vladimir Putin forseti Rússlands hefði bæði vanmetið baráttuþrek og djörfung Úkraínumanna og staðfestu NATO ríkjanna þegar hann réðst inn í Úkraínu. „Bandalagsþjóðirnar hafa lagt Úkraínu til tugi milljarða dollara síðast liðið ár. Og nú höfum við sameinast um áætlun í þremur liðum sem færir Úkraínu nær bandalaginu," sagði Stoltenberg. Rússar hefðu ekkert um það að segja hvaða þjóðir gengju í NATO. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO hefur kynnt þriggja liða áætlun bandalagsins um leið Úkraínu til fullrar aðildar að bandalaginu. Í fyrsta lagi mun NATO aðstoða Úkraínu við að aðlaga allan búnað og áætlanir herja Úkraínu að herjum NATO. Í öðru lagi væri stofnun Úkraínuráðs innan NATO. Þar mættust aðilar sem jafningjar til að taka ákvarðanir varðandi Úkraínu. Í þriðja lagi þyrfti Úkraína ekki að leggja fram aðgerðaáætlun eins og önnur umsóknarríki sem ætti að flýta aðildarferlinu. Þegar aðildarríkin teldu að Úkraína hefði uppfyllt skilyrði þessarar áætlunar verði Úkraínu boðin full aðilda að bandalaginu. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu þakkaði Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra bandalagsins fyrir hönd aðildarríkjanna fyrir nýja áætlun um aðlögun Úkraínu að NATO. AP/Mindaugas Kulbis Á sameiginlegum fréttamannafundi Volodymyrs Zelensky forseta Úkraínu og Jens Stoltenbergs sagði Zelensky að boð um aðild að NATO á leiðtogafundinum hefði verið óska niðurstaða. Hann kynni þó vel að meta þau skref sem stigin hefðu verið. Hann hefði skilning á að ekki gæti orðið að fullri aðild á meðan stríð geisaði í Úkraínu, vegna skuldbindinga NATO gagnvart bandalagsþjóðum sem ráðist væri á. Aðild Úkraínu að NATO tengist á vissum sviðum undirbúningi aðildar landsins að Evrópusambandinu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB segir að í báðum tilfellum væri ófrávíkjanleg krafa um endurbætur og styrkingu stofnana í Úkraínu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórar ESB og Charles Michel forseti leiðtogaráðs ESB með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu í dag.AP/Virginia Mayo „Auk baráttunnar við spillingu. Framkvæmdastjórnin á mjög náið samstarf með Úkraínu um þessar umbætur. Það er ótrúlegt að fylgjast með því hversu hratt Úkraínu gengur að innleiða þær þrátt fyrir stríðið," sagði von der Leyen fyrir leiðtogafundinn í morgun. Jens Stoltenberg ítrekaði í morgun að Vladimir Putin forseti Rússlands hefði bæði vanmetið baráttuþrek og djörfung Úkraínumanna og staðfestu NATO ríkjanna þegar hann réðst inn í Úkraínu. „Bandalagsþjóðirnar hafa lagt Úkraínu til tugi milljarða dollara síðast liðið ár. Og nú höfum við sameinast um áætlun í þremur liðum sem færir Úkraínu nær bandalaginu," sagði Stoltenberg. Rússar hefðu ekkert um það að segja hvaða þjóðir gengju í NATO.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37
Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35
Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59