Viðskiptataflið snúist við milli ESB og Rússa Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júní 2023 09:15 Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB. Getty Rússar kaupa nú meira af Evrópusambandslöndum en öfugt. Evrópa kaupir mun minna af olíu og gasi frá Rússlandi en áður. Í marsmánuði síðastliðnum var vöruskiptajöfnuður hagstæður fyrir Evrópusambandið gagnvart Rússum. Keyptu Rússar því sem nemur 200 milljón evrum meira af Evrópusambandslöndum en þeir seldu. Þetta er mikill viðsnúningur því í gegnum tíðina hefur Evrópa keypt langt um meira af Rússum en öfugt. Það er einkum vegna kaupa á olíu og gasi. Meðvituð stýring Ástæðan eru viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og meðvituð stýring viðskipta frá Rússlandi. Bæði af hálfu einstakra ríkja og fyrirtækja. En mörg stórfyrirtæki hafa horfið frá viðskiptum við Rússland og lokað útibúum sínum þar í landi. Þegar innrás Rússa inn í Úkraínu hófst, í febrúar árið 2022, var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður fyrir Evrópusambandið um 8 milljarða evra, eða um 1.200 milljarða íslenskra króna. Orka frá öðrum löndum Ólíkt því sem búast mætti við þá jókst þessi tala mjög hratt í kjölfar árásarinnar. Strax í marsmánuði í fyrra keypti Evrópusambandið því sem nemur 18,4 milljörðum meira af Rússum en öfugt. Þétt gas sem flutt er með skipum hefur skipt miklu máli fyrir Evrópusambandslönd.Getty Þetta var einkum vegna þess að verð á gasi og olíu rauk upp og Evrópa var ekki með aðrar augljósar leiðir til þess að útvega sér orku en að kaupa af Rússum. Var Evrópusambandið gagnrýnt fyrir að skrúfa ekki strax fyrir þessi viðskipti, og þar með knýja stríðsvél Rússa í Úkraínu. En þvinganirnar hertust og hertust og Evrópa keypti í auknum mæli orku annars staðar frá. Meðal annars gas frá ríkjum Norður Afríku í gegnum leiðslur á Spáni og gas sem þétt hefur verið í vökva frá Bandaríkjunum. Viðskiptin hrunið Í marsmánuði árið 2022 nam innflutningur frá Rússlandi 9,5 prósentum af öllum innflutningi Evrópusambandsins. Ári seinna var hlutfallið aðeins 1,9 prósent. Útflutningur hefur einnig minnkað, úr 4 prósentum niður í 1,8. Virði þess sem Evrópa selur er hins vegar nú meira en þess sem hún kaupir. Evrópusambandið Rússland Orkumál Efnahagsmál Tengdar fréttir Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Olíuverð tekur kipp eftir innflutningsbann ESB Tunnan af olíu hækkaði um þrjú prósent og kostar nú nærri því 120 dollara eftir að Evrópusambandríki náðu samkomulagi um að banna innflutning á nær allri olíu frá Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. Olíuverð hefur þegar hækkað um sextíu prósent á þessu ári. 31. maí 2022 13:19 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira
Í marsmánuði síðastliðnum var vöruskiptajöfnuður hagstæður fyrir Evrópusambandið gagnvart Rússum. Keyptu Rússar því sem nemur 200 milljón evrum meira af Evrópusambandslöndum en þeir seldu. Þetta er mikill viðsnúningur því í gegnum tíðina hefur Evrópa keypt langt um meira af Rússum en öfugt. Það er einkum vegna kaupa á olíu og gasi. Meðvituð stýring Ástæðan eru viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og meðvituð stýring viðskipta frá Rússlandi. Bæði af hálfu einstakra ríkja og fyrirtækja. En mörg stórfyrirtæki hafa horfið frá viðskiptum við Rússland og lokað útibúum sínum þar í landi. Þegar innrás Rússa inn í Úkraínu hófst, í febrúar árið 2022, var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður fyrir Evrópusambandið um 8 milljarða evra, eða um 1.200 milljarða íslenskra króna. Orka frá öðrum löndum Ólíkt því sem búast mætti við þá jókst þessi tala mjög hratt í kjölfar árásarinnar. Strax í marsmánuði í fyrra keypti Evrópusambandið því sem nemur 18,4 milljörðum meira af Rússum en öfugt. Þétt gas sem flutt er með skipum hefur skipt miklu máli fyrir Evrópusambandslönd.Getty Þetta var einkum vegna þess að verð á gasi og olíu rauk upp og Evrópa var ekki með aðrar augljósar leiðir til þess að útvega sér orku en að kaupa af Rússum. Var Evrópusambandið gagnrýnt fyrir að skrúfa ekki strax fyrir þessi viðskipti, og þar með knýja stríðsvél Rússa í Úkraínu. En þvinganirnar hertust og hertust og Evrópa keypti í auknum mæli orku annars staðar frá. Meðal annars gas frá ríkjum Norður Afríku í gegnum leiðslur á Spáni og gas sem þétt hefur verið í vökva frá Bandaríkjunum. Viðskiptin hrunið Í marsmánuði árið 2022 nam innflutningur frá Rússlandi 9,5 prósentum af öllum innflutningi Evrópusambandsins. Ári seinna var hlutfallið aðeins 1,9 prósent. Útflutningur hefur einnig minnkað, úr 4 prósentum niður í 1,8. Virði þess sem Evrópa selur er hins vegar nú meira en þess sem hún kaupir.
Evrópusambandið Rússland Orkumál Efnahagsmál Tengdar fréttir Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Olíuverð tekur kipp eftir innflutningsbann ESB Tunnan af olíu hækkaði um þrjú prósent og kostar nú nærri því 120 dollara eftir að Evrópusambandríki náðu samkomulagi um að banna innflutning á nær allri olíu frá Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. Olíuverð hefur þegar hækkað um sextíu prósent á þessu ári. 31. maí 2022 13:19 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira
Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55
Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55
Olíuverð tekur kipp eftir innflutningsbann ESB Tunnan af olíu hækkaði um þrjú prósent og kostar nú nærri því 120 dollara eftir að Evrópusambandríki náðu samkomulagi um að banna innflutning á nær allri olíu frá Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. Olíuverð hefur þegar hækkað um sextíu prósent á þessu ári. 31. maí 2022 13:19