Björn Leví sver af sér ásakanir um gerendameðvirkni Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2023 15:29 „Algerlega mér að kenna bara,“ segir þingmaðurinn. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur í þrígang þurft að uppfæra færslu um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem hann birti á Facebook í gærkvöldi, eftir að fjöldi fólks sakaði hann um gerendameðvirka orðræðu. „Það er alveg ótrúlegt að það taki svona langan tíma að komast að því að það sé ekkert athugavert í þessu máli. Þvílíkt rugl. Miðað við endurtekningarnar í þessu var erfitt að álykta annað en að þau væru með öflugt mál en svo gerist ekkert. Þvílíkt mannorðsmorð sem þetta er miðað við þessa niðurstöðu,“ þetta sagði Björn Leví á Facebooksíðu sinni klukkan 18 í gærkvöldi. Svo virðist sem færslan hafi farið öfugt ofan í ansa marga vini Björns Levís á Facebook, en þegar fréttin er skrifuð hafa 130 athugasemdir verið ritaðar við færsluna. Þá hafa flokkssystkini hans fjallað um færsluna í Pírataspjallinu á Facebook. Þar virðast flestir ósammála Birni varðandi það að málsmeðferðartíminn sé lengri en gengur og gerist og að óheppilegt sé að segja að ekkert athugavert væri í máli Gylfa. Síðan hann birti færsluna hefur hann uppfært hana þrisvar sinnum, klukkan 22:18, 23:13 og loks 23:42. Síðasta uppfærslan hljóðar svo: „UPPFÆRSLA. Til að hafa það alveg kristaltært þá þýðir það ekki að „ekkert athugavert“ hafi gerst þegar lögregla lætur mál falla niður. Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki notað nærgætnara orðalag - ég bjóst við því að „þvílíkt rugl“ gerði meiningu mína skýra gagnvart þessari niðurstöðu lögreglunnar. Augljóslega var það rangt metið hjá mér. Algerlega mér að kenna bara,“ segir Björn Leví. Færslu Björns Levís og athugasemdir við hana má sjá hér að neðan: Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Erlend sakamál Tengdar fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár. 14. apríl 2023 15:04 KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
„Það er alveg ótrúlegt að það taki svona langan tíma að komast að því að það sé ekkert athugavert í þessu máli. Þvílíkt rugl. Miðað við endurtekningarnar í þessu var erfitt að álykta annað en að þau væru með öflugt mál en svo gerist ekkert. Þvílíkt mannorðsmorð sem þetta er miðað við þessa niðurstöðu,“ þetta sagði Björn Leví á Facebooksíðu sinni klukkan 18 í gærkvöldi. Svo virðist sem færslan hafi farið öfugt ofan í ansa marga vini Björns Levís á Facebook, en þegar fréttin er skrifuð hafa 130 athugasemdir verið ritaðar við færsluna. Þá hafa flokkssystkini hans fjallað um færsluna í Pírataspjallinu á Facebook. Þar virðast flestir ósammála Birni varðandi það að málsmeðferðartíminn sé lengri en gengur og gerist og að óheppilegt sé að segja að ekkert athugavert væri í máli Gylfa. Síðan hann birti færsluna hefur hann uppfært hana þrisvar sinnum, klukkan 22:18, 23:13 og loks 23:42. Síðasta uppfærslan hljóðar svo: „UPPFÆRSLA. Til að hafa það alveg kristaltært þá þýðir það ekki að „ekkert athugavert“ hafi gerst þegar lögregla lætur mál falla niður. Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki notað nærgætnara orðalag - ég bjóst við því að „þvílíkt rugl“ gerði meiningu mína skýra gagnvart þessari niðurstöðu lögreglunnar. Augljóslega var það rangt metið hjá mér. Algerlega mér að kenna bara,“ segir Björn Leví. Færslu Björns Levís og athugasemdir við hana má sjá hér að neðan:
Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Erlend sakamál Tengdar fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár. 14. apríl 2023 15:04 KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29
Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár. 14. apríl 2023 15:04
KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45
Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04