Innlent

Mót­mælt fyrir utan Al­þingi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fyrir utan Alþingi í dag.
Fyrir utan Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm

Hópur flóttamanna frá Írak stendur fyrir mótmælum fyrir utan Alþingi í dag vegna umdeilds frumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á þingi í dag.

Í gær lauk þriðju umræðu um útlendingafrumvarpið á Alþingi. Atkvæðagreiðsla um það fer fram klukkan 17:15 í dag en verði það samþykkt verður það að lögum frá Alþingi. 

Fjöldi fólks kom saman að mótmæla.Vísir/Vilhelm

Vegna þess boðaði hópur flóttamanna frá Írak sem hefur verið hér á landi í yfir fimm ár til mótmæla við Alþingishúsið í miðbæ Reykjavíkur. Mótmælendur röðuðu sér upp fyrir framan húsið með skilti með skilaboðum á borð við „Engin manneskja er ólögleg“, „Við höfum ekkert að fara“ og „Ekki lögleiða mannréttindabrot“.

„Þessi lög fyrir okkur þýða ekkert annað en dauðinn. Við skiljum ekki, hvar er mannúðin? Við viljum bara lifa eðlilegu lífi í þessu landi, fá tækifæri til að hefja líf okkar,“ er haft eftir hópnum á Facebook-viðburði fyrir mótmælin. 


Tengdar fréttir

Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“

Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×