Innlent

Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530

Máni Snær Þorláksson skrifar
Kirkjuturnar
Kirkjuturnar Vilhelm Gunnarsson

Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 

Þetta kemur fram í skráningu Þjóðskrár frá 1. mars síðastliðnum. Næst fjölmennasta trúfélag á Íslandi er Kaþólska kirkjan en alls eru 14.939 einstaklingar skráðir í hana. Meðlimum Kaþólsku kirkjunnar hefur fjölgað um 90 síðan í desember í fyrra.

Skráðum einstaklingum í Vottum Jehóva fækkaði um 2,7 prósent, eða 16 manns, síðan í desember í fyrra og meðlimum Zúistafélagsins fækkar um 18, það gera 3,4 prósent.

Prósentufjölgunin var mest í Siðmennt en meðlimum þeirra fjölgar um 143 einstakling sem gerir um 2,7 prósent. Hlufallsleg fjölgun var mest hjá lífskoðunarfélaginu Lífspekifélag Íslands eða um 8,8 prósent. Alls eru meðlimir þess núna 35 talsins

Einstaklingar sem skráðir eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga eru alls 30.066 hér á landi, það gera um 7,7 prósent landsmanna. Þá voru 74.559 einstaklingar skráðir með ótilgreinda skráningu, það eru þeir sem hafa ekki tekið afstöðu til skráningar í trú- eða lífsskoðunarfélag. 

Tengd skjöl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×