Raf Simons leggur upp laupana Bjarki Sigurðsson skrifar 21. nóvember 2022 22:19 Raf Simons er hann vann hönnuður ársins á CFDA-verðlaunahátíðinni í New York árið 2017.) Getty/Dia Dipasupil Fatahönnuðurinn Raf Simons hefur tilkynnt að vor- og sumarlína samnefnds fatamerkis hans sé sú síðasta sem kemur út. Simons hefur unnið til fjölda fatahönnunarverðlauna í gegnum tíðina en það er enn óljóst hvað framtíð hans ber í skauti sér. Raf Simons gaf út sína fyrstu fatalínu árið 1995, fyrir 27 árum. Síðan þá hefur hann unnið til fjölda verðlauna og unnið með nokkrum af stærstu tískuhúsum heims, líkt og Christian Dior og Calvin Klein. Strigaskór Raf Simons eru afar vinsælir og geta verið afar dýrir. Hann tilkynnti í dag á Instagram-síðu sinni að fatalína Raf Simons merkisins sem kemur út næsta vor verði sú síðasta. Hann þakkar öllum sem unnu með honum fyrir stuðninginn. „Mig skortir orð til að lýsa því hversu stoltur ég er af því sem við höfum áorkað. Ég er þakklátur fyrir ótrúlegan stuðning frá teyminu mínu, frá samstarfsaðilum, frá fjölmiðlum, kaupendum, frá vinum mínum og fjölskyldu og frá dyggum aðdáendum mínum,“ skrifaði hinn belgíski Simons á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Raf Simons Official (@rafsimons) Sem stendur starfar Simons sem einn af sköpunarstjórum Prada. Hann hefur ekki tilkynnt um hvort hann ætli að halda áfram þar eða segja það gott í tískuheiminum í bili. Tíska og hönnun Tengdar fréttir Raf Simons slær aftur í gegn Aðalhönnuður Jil Sander-tískuhússins, Raf Simons, hefur slegið í gegn enn og aftur með fallegri og tímalausri hönnun með vorlínunni 2012. Simons gæti þó verið á förum frá Jil Sander því sá orðrómur hefur heyrst að hann taki við af Stefano Pilati hjá Yves Saint Laurent. 10. október 2011 23:00 Nýr hönnuður Dior Raf Simons, fyrrverandi yfirhönnuður hjá tískuhúsinu Jil Sander, er nýr hönnuður hjá Christian Dior. Mikið hefur verið skrifað um væntanlegan arftaka Johns Galliano hjá tískuhúsinu og mörg nöfn verið nefnd en nú er loksins komið í ljós að Simons hafi tekið starfinu. Fyrsta fatalína hönnuðarins fyrir Dior kemur fyrir sjónir almennings strax í júlí þegar hátískan, eða haute couture, verður sýnd. 12. apríl 2012 07:45 Raf olli ekki vonbrigðum Hönnuðurinn Raf Simons þótti standa sig með prýði þegar hann frumsýndi fyrstu hátískulínu sína á tískuvikunni í París. Simons tók við sem yfirhönnuður Dior tískuhússins eftir að John Galliano lét af störfum. 5. júlí 2012 10:00 Raf Simons verður yfirhönnuður Calvin Klein Eftir miklar vangaveltur um framtíð Raf hefur loksins verið staðfest að hann muni taka við hönnunarteymi Calvin Klein. 2. ágúst 2016 14:30 Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Ógleymanlegt fermingarpils enn í uppáhaldi Kátir tískukarlar hjá Kölska Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Hægt og rólega að finna stílinn sinn aftur eftir barneignir Mætti á nærfötunum einum klæða Tár, gleði, hátíska og ást hjá Línu og Gumma í New York Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna Laufey prýðir forsíðu Vogue Óþægilegir skór undantekningalaust slæm hugmynd Rakel María afhjúpar skotheldar leynileiðir í förðun Helen Óttars í herferð Juicy Couture Sjá meira
Raf Simons gaf út sína fyrstu fatalínu árið 1995, fyrir 27 árum. Síðan þá hefur hann unnið til fjölda verðlauna og unnið með nokkrum af stærstu tískuhúsum heims, líkt og Christian Dior og Calvin Klein. Strigaskór Raf Simons eru afar vinsælir og geta verið afar dýrir. Hann tilkynnti í dag á Instagram-síðu sinni að fatalína Raf Simons merkisins sem kemur út næsta vor verði sú síðasta. Hann þakkar öllum sem unnu með honum fyrir stuðninginn. „Mig skortir orð til að lýsa því hversu stoltur ég er af því sem við höfum áorkað. Ég er þakklátur fyrir ótrúlegan stuðning frá teyminu mínu, frá samstarfsaðilum, frá fjölmiðlum, kaupendum, frá vinum mínum og fjölskyldu og frá dyggum aðdáendum mínum,“ skrifaði hinn belgíski Simons á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Raf Simons Official (@rafsimons) Sem stendur starfar Simons sem einn af sköpunarstjórum Prada. Hann hefur ekki tilkynnt um hvort hann ætli að halda áfram þar eða segja það gott í tískuheiminum í bili.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Raf Simons slær aftur í gegn Aðalhönnuður Jil Sander-tískuhússins, Raf Simons, hefur slegið í gegn enn og aftur með fallegri og tímalausri hönnun með vorlínunni 2012. Simons gæti þó verið á förum frá Jil Sander því sá orðrómur hefur heyrst að hann taki við af Stefano Pilati hjá Yves Saint Laurent. 10. október 2011 23:00 Nýr hönnuður Dior Raf Simons, fyrrverandi yfirhönnuður hjá tískuhúsinu Jil Sander, er nýr hönnuður hjá Christian Dior. Mikið hefur verið skrifað um væntanlegan arftaka Johns Galliano hjá tískuhúsinu og mörg nöfn verið nefnd en nú er loksins komið í ljós að Simons hafi tekið starfinu. Fyrsta fatalína hönnuðarins fyrir Dior kemur fyrir sjónir almennings strax í júlí þegar hátískan, eða haute couture, verður sýnd. 12. apríl 2012 07:45 Raf olli ekki vonbrigðum Hönnuðurinn Raf Simons þótti standa sig með prýði þegar hann frumsýndi fyrstu hátískulínu sína á tískuvikunni í París. Simons tók við sem yfirhönnuður Dior tískuhússins eftir að John Galliano lét af störfum. 5. júlí 2012 10:00 Raf Simons verður yfirhönnuður Calvin Klein Eftir miklar vangaveltur um framtíð Raf hefur loksins verið staðfest að hann muni taka við hönnunarteymi Calvin Klein. 2. ágúst 2016 14:30 Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Ógleymanlegt fermingarpils enn í uppáhaldi Kátir tískukarlar hjá Kölska Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Hægt og rólega að finna stílinn sinn aftur eftir barneignir Mætti á nærfötunum einum klæða Tár, gleði, hátíska og ást hjá Línu og Gumma í New York Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna Laufey prýðir forsíðu Vogue Óþægilegir skór undantekningalaust slæm hugmynd Rakel María afhjúpar skotheldar leynileiðir í förðun Helen Óttars í herferð Juicy Couture Sjá meira
Raf Simons slær aftur í gegn Aðalhönnuður Jil Sander-tískuhússins, Raf Simons, hefur slegið í gegn enn og aftur með fallegri og tímalausri hönnun með vorlínunni 2012. Simons gæti þó verið á förum frá Jil Sander því sá orðrómur hefur heyrst að hann taki við af Stefano Pilati hjá Yves Saint Laurent. 10. október 2011 23:00
Nýr hönnuður Dior Raf Simons, fyrrverandi yfirhönnuður hjá tískuhúsinu Jil Sander, er nýr hönnuður hjá Christian Dior. Mikið hefur verið skrifað um væntanlegan arftaka Johns Galliano hjá tískuhúsinu og mörg nöfn verið nefnd en nú er loksins komið í ljós að Simons hafi tekið starfinu. Fyrsta fatalína hönnuðarins fyrir Dior kemur fyrir sjónir almennings strax í júlí þegar hátískan, eða haute couture, verður sýnd. 12. apríl 2012 07:45
Raf olli ekki vonbrigðum Hönnuðurinn Raf Simons þótti standa sig með prýði þegar hann frumsýndi fyrstu hátískulínu sína á tískuvikunni í París. Simons tók við sem yfirhönnuður Dior tískuhússins eftir að John Galliano lét af störfum. 5. júlí 2012 10:00
Raf Simons verður yfirhönnuður Calvin Klein Eftir miklar vangaveltur um framtíð Raf hefur loksins verið staðfest að hann muni taka við hönnunarteymi Calvin Klein. 2. ágúst 2016 14:30