Innlent

Sjúkra­húsið á Akur­eyri sett á ó­vissu­stig

Telma Tómasson skrifar
Sjúkrahúsið á Akureyri hefur þurft að kalla starfsfólk inn úr sumarleyfum vegna manneklu.
Sjúkrahúsið á Akureyri hefur þurft að kalla starfsfólk inn úr sumarleyfum vegna manneklu. Vísir/Vilhelm

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið sett á óvissustig, sem kemur til vegna mönnunarvanda á gjörgæsludeild sem og skorti á hjúkrunarfræðingum á spítalanum öllum. Gjörgæsludeild spítalans er ekki talin í stakk búin til að taka við fleiri sjúklingum eins og staðan er nú.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum. Sjúkrahúsið á Akureyri var í fréttum fyrr í þessum mánuði vegna gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sem sögðu í yfirlýsingu að öryggi bæði sjúklinga og starfsfólks væri ógnað með innlögnum fullorðinna sjúklinga á barnadeild, sem gert hefði verið í auknum mæli. 

Í tilkynningu á vef sjúkrahússins á Akureyri segir að álagið hafi farið vaxandi undanfarnar vikur, sem eigi sér einkum skýringar í fjölgun innlagna og viðvarandi manneklu. Staðan verður endurmetin daglega. Stjórnendur sjúkrahússins hafa kallað inn starfsmenn úr sumarleyfum til að bregðast við mönnunarvandanum í sumar.


Tengdar fréttir

Hjúkrunar­fræðingar barna­deildar segja öryggi sjúk­linga ógnað

Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau lýsa yfir óánægju sinni vegna notkunar spítalans á rúmum deildarinnar fyrir fullorðið fólk. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða.

Á­kváðu að hafa sjúk­linga frekar á barna­deild en á gangi

Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sjúkrahússins réttmæta en að stjórnendur hafi einfaldlega ákveðið að betra væri að fullorðnir sjúklingar hlytu þjónustu á barnadeild frekar en á gangi spítalans. Þá sé mannekla í heilbrigðiskerfinu orðin vítahringur.

Kalla inn starfs­menn úr sumar­leyfum

Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×