Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Víkingur 0-6| Helgi og Logi gerðu báðir þrennu er meistararnir fóru illa með Selfyssinga Andri Már Eggertsson skrifar 28. júní 2022 22:25 vísir/Hulda Margrét Víkingur Reykjavík valtaði yfir Selfoss 0-6. Helgi Guðjónsson fór á kostum og gerði fyrstu þrjú mörk meistaranna. Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson tók síðan við keflinu og gerði næstu þrjú mörkin. Víkingur Reykjavík verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Það var alveg ljóst með Hrovje Tokic og Gary Martin á meiðslalistanum yrði verkefnið ærið fyrir Lengjudeildarlið Selfoss gegn Víkingi Reykjavík sem er ríkjandi Íslands og bikarmeistari. Fyrsta færi leiksins kom á 9. mínútu sem endaði með að Helgi Guðjónsson kom Víkingi yfir. Ari Sigurpálsson og Kristall Máni Ingason áttu góðan samleik sem endaði með að Kristall renndi boltanum inn í teiginn þar sem Helgi lagði boltann inn. Helgi Guðjónsson skoraði sitt annað mark þegar tæplega tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Pablo Punyed tók hornspyrnu sem fór á Karl Friðleif sem skallaði boltann að marki þar sem Helgi rak fótinn í boltann og kom gestunum í tveggja marka forystu. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 0-2 Víkingi Reykjavík í vil. Helgi Guðjónsson fullkomnaði þrennu sína þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Aron Darri Auðunsson var búinn að vera inn á í tæplega sjö mínútur þegar hann fékk beint rautt spjald. Aron braut á Kristal Mána fyrir opnu marki og var vafalaust víti og rautt spjald. Helgi Guðjónsson fór á vítapunktinn og fullkomnaði þrennu sína. Skömmu síðar tók Logi Tómasson við keflinu og gerði tvö mörk á einni mínútu og tuttugu og tveimur sekúndum. Lífið lék við Íslands og bikarmeistarana fimm mörkum yfir. Þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma gerði Logi þriðja mark sitt. Logi átti skot í varnarmann fékk boltann aftur og tók þá skot með hægri fæti sem endaði stöngin inn. Fleiri voru mörk Víkings ekki og endaði leikurinn 0-6. Víkingur Reykjavík verða því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Af hverju vann Víkingur Reykjavík? Víkingur Reykjavík sýndi klærnar og var í engum vandræðum með topplið Lengjudeildarinnar. Það var ekki að hjálpa Selfyssingum að það vantaði bæði Hrovje Tokic og Gary Martin sem hafa samanlagt gert níu mörk í Lengjudeildinni. Þrátt fyrir að vera tveimur mörkum yfir í hálfleik slökuðu Víkingar ekkert á heldur gerðu þrjú mörk á fyrstu tuttugu mínútum síðari hálfleiks. Hverjir stóðu upp úr? Helgi Guðjónsson fór á kostum og gerði þrennu. Helgi skoraði bæði mörk Víkings í fyrri hálfleik og bætti síðan við þriðja markinu úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Eftir þrennu Helga vildi Logi Tómasson ekki vera minni maður og skoraði einnig þrennu á tæplega tuttugu og tveimur mínútum. Hvað gekk illa? Selfyssingar köstuðu inn handklæðinu í síðari hálfleik og gáfu Víkingum enga mótspyrnu. Aron Darri Auðunsson, leikmaður Selfoss, kom inn á í hálfleik og þegar hann var búinn að vera inn á vellinum í tæplega sjö mínútur lét hann reka sig útaf fyrir að ræna Kristal upplögðu marktækifæri. Hvað gerist næst? Á föstudaginn mætast Grindavík og Selfoss klukkan 19:15. Á sama tíma eigast við KR og Víkingur Reykjavík á Meistaravöllum. Stefán Þór: Munum læra af þessum leik Stefán Þór Ágústsson, markmaður Selfyssinga, var svekktur með sex marka tap á heimavelli. „Við vorum spenntir fyrir leik þar sem við vorum að fá gott lið í heimsókn. Við vissum að þetta yrði erfitt en við ætluðum að gera okkar besta en svona fór þetta og við munum læra af þessum leik,“ sagði Stefán Þór í samtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Við ætluðum að spila okkar leik, nýta föstu leikatriðin og fara upp kantana en því miður gekk það ekki upp í kvöld. Víkingar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik en gerðu fjögur mörk í síðari hálfleik og fannst Stefáni vanta upp á einbeitingu hjá hans mönnum. „Það var mikið um einbeitingarleysi og þegar þú missir einbeitinguna gegn svona góðu liði þá er þér refsað,“ sagði Stefán Þór Ágústsson að lokum. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík UMF Selfoss
Víkingur Reykjavík valtaði yfir Selfoss 0-6. Helgi Guðjónsson fór á kostum og gerði fyrstu þrjú mörk meistaranna. Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson tók síðan við keflinu og gerði næstu þrjú mörkin. Víkingur Reykjavík verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Það var alveg ljóst með Hrovje Tokic og Gary Martin á meiðslalistanum yrði verkefnið ærið fyrir Lengjudeildarlið Selfoss gegn Víkingi Reykjavík sem er ríkjandi Íslands og bikarmeistari. Fyrsta færi leiksins kom á 9. mínútu sem endaði með að Helgi Guðjónsson kom Víkingi yfir. Ari Sigurpálsson og Kristall Máni Ingason áttu góðan samleik sem endaði með að Kristall renndi boltanum inn í teiginn þar sem Helgi lagði boltann inn. Helgi Guðjónsson skoraði sitt annað mark þegar tæplega tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Pablo Punyed tók hornspyrnu sem fór á Karl Friðleif sem skallaði boltann að marki þar sem Helgi rak fótinn í boltann og kom gestunum í tveggja marka forystu. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 0-2 Víkingi Reykjavík í vil. Helgi Guðjónsson fullkomnaði þrennu sína þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Aron Darri Auðunsson var búinn að vera inn á í tæplega sjö mínútur þegar hann fékk beint rautt spjald. Aron braut á Kristal Mána fyrir opnu marki og var vafalaust víti og rautt spjald. Helgi Guðjónsson fór á vítapunktinn og fullkomnaði þrennu sína. Skömmu síðar tók Logi Tómasson við keflinu og gerði tvö mörk á einni mínútu og tuttugu og tveimur sekúndum. Lífið lék við Íslands og bikarmeistarana fimm mörkum yfir. Þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma gerði Logi þriðja mark sitt. Logi átti skot í varnarmann fékk boltann aftur og tók þá skot með hægri fæti sem endaði stöngin inn. Fleiri voru mörk Víkings ekki og endaði leikurinn 0-6. Víkingur Reykjavík verða því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Af hverju vann Víkingur Reykjavík? Víkingur Reykjavík sýndi klærnar og var í engum vandræðum með topplið Lengjudeildarinnar. Það var ekki að hjálpa Selfyssingum að það vantaði bæði Hrovje Tokic og Gary Martin sem hafa samanlagt gert níu mörk í Lengjudeildinni. Þrátt fyrir að vera tveimur mörkum yfir í hálfleik slökuðu Víkingar ekkert á heldur gerðu þrjú mörk á fyrstu tuttugu mínútum síðari hálfleiks. Hverjir stóðu upp úr? Helgi Guðjónsson fór á kostum og gerði þrennu. Helgi skoraði bæði mörk Víkings í fyrri hálfleik og bætti síðan við þriðja markinu úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Eftir þrennu Helga vildi Logi Tómasson ekki vera minni maður og skoraði einnig þrennu á tæplega tuttugu og tveimur mínútum. Hvað gekk illa? Selfyssingar köstuðu inn handklæðinu í síðari hálfleik og gáfu Víkingum enga mótspyrnu. Aron Darri Auðunsson, leikmaður Selfoss, kom inn á í hálfleik og þegar hann var búinn að vera inn á vellinum í tæplega sjö mínútur lét hann reka sig útaf fyrir að ræna Kristal upplögðu marktækifæri. Hvað gerist næst? Á föstudaginn mætast Grindavík og Selfoss klukkan 19:15. Á sama tíma eigast við KR og Víkingur Reykjavík á Meistaravöllum. Stefán Þór: Munum læra af þessum leik Stefán Þór Ágústsson, markmaður Selfyssinga, var svekktur með sex marka tap á heimavelli. „Við vorum spenntir fyrir leik þar sem við vorum að fá gott lið í heimsókn. Við vissum að þetta yrði erfitt en við ætluðum að gera okkar besta en svona fór þetta og við munum læra af þessum leik,“ sagði Stefán Þór í samtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Við ætluðum að spila okkar leik, nýta föstu leikatriðin og fara upp kantana en því miður gekk það ekki upp í kvöld. Víkingar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik en gerðu fjögur mörk í síðari hálfleik og fannst Stefáni vanta upp á einbeitingu hjá hans mönnum. „Það var mikið um einbeitingarleysi og þegar þú missir einbeitinguna gegn svona góðu liði þá er þér refsað,“ sagði Stefán Þór Ágústsson að lokum.
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn