Handbolti

Ásgeir Snær í sænsku úrvalsdeildina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ásgeir Snær Vignisson mun leika með Helsingborg næstu tvö árin í það minnsta.
Ásgeir Snær Vignisson mun leika með Helsingborg næstu tvö árin í það minnsta. Twitter/@hdsporten

Handknattleiksmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson hefur samið við sænska úrvalsdeildarfélagið OV Helsingborg um að leika með liðinu næstu tvö tímabil.

Frá þessu er greint á heimasíðu Helsingborg, en Ásgeir gengur til liðs við sænska liðið í sumar frá ÍBV. Lleikmaðurinn hefur leikið með Eyjamönnum síðastliðin tvö ár.

Ásgeir er 23 ára örvhent skytta og uppalinn hjá Val. Hann gekk til liðs við ÍBV frá Valsmönnum fyrir tveimur árum, en heldur nú út fyrir landsteinanna.

Helsingborg vann sænsku B-deildina á nýloknu tímabili og tekur sæti í efstu deild á næsta tímabili eftir eins árs fjarveru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×