Fótbolti

Van Dijk með þrennu og Diljá tvennu í stór­sigri Leuven

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Diljá Ýr Zomers skoraði tvö fyrir OH Leuven í kvöld.
Diljá Ýr Zomers skoraði tvö fyrir OH Leuven í kvöld. @ohlwomen

Diljá Ýr Zomers var á skotskónum fyrir OH Leuven í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld er liðið vann 5-2 útisigur gegn Genk í kvöld.

Gestirnir í Leuven náðu forystunni strax á fyrstu mínútu með marki frá Nikee Van Dijk áður en hún bætti við öðru marki sínu aðeins þremur mínútm síðar.

Heimakonur minnkuðu muninn á fimmtu mínútu leiksins, en Van Dijk fullkomnaði þrennu sína strax á níundu mínútu leiksins og staðan í hálfleik var 3-1, Leuven í vil.

Í síðari hálfleik var svo komið að íslensku landsliðskonunni Diljá Ýr Zomers sem skoraði fjórða mark liðsins á 55. mínútu. Hún bætti svo öðru marki sínu og fimmta marki Leuven við fjórum mínútum síðar. Heimakonur klóruðu í bakkann á lokamínútum leiksins og þar við sat.

Niðurstaðan því 5-2 sigur Leuven sem situr í þriðja sæti efri hluta belgísku deildarinnar með 38 stig, fjórum stigum á eftir toppliði St. Liege. Genk situr hins vegar á botni efri hlutans með 17 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×