Erlent

Sjö látnir eftir sprengingu í Suður-Frakk­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill eldur braust út í kjölfar sprengingarinnar.
Mikill eldur braust út í kjölfar sprengingarinnar. Sapeurs-Pompiers - SDIS 66

Sjö eru látnir í kjölfar sprengingar í matvöruverslun í bænum Saint-Laurent-de-la-Salanque í suðurhluta Frakklands í nótt. Mikill eldur braust út í kjölfar sprengingarinnar.

Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, segir að sjö manns hið minnsta hafi látist í eldsvoðanum. AFP segir frá því að tvö þeirra hafi verið börn.

Franceinfo segir frá því að saksóknarar hafi hafið rannsókn á því hvort sprengju hafi verið komið fyrir og að þar með um saknæmt athæfi hafi verið að ræða.

Auk þeirra sjö sem létust eru fjórir sagðir hafa særst og þar af einn alvarlega. Nokkrir þeirra voru í íbúðum fyrir ofan verslunina.

Tilkynning barst um sprenginguna klukkan hálf tvö að staðartíma í nótt, en Saint-Laurent-de-la-Salanque er að finna um fimmtíu kílómetra norður af landamærunum að Spáni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×