Viðskipti innlent

Bein út­­sending: Seðla­bankinn rök­­styður 75 punkta stýri­­vaxta­hækkun

Eiður Þór Árnason skrifar
Meginvextir Seðlabankans hafa hækkað umtalsvert frá því í mars 2021 þegar þeir voru 0,75 prósent.
Meginvextir Seðlabankans hafa hækkað umtalsvert frá því í mars 2021 þegar þeir voru 0,75 prósent. Vísir/Vilhelm

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði í morgun stýrivexti um 0,75 prósentustig, úr 2,0 prósent í 2,75 prósent.

Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu peningastefnunefndar og efni Peningamála hefst klukkan 9.30 og er hægt að fylgjast með henni í spilaranum hér fyrir neðan.

Kynningin verður í höndum Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra og formanns peningastefnunefndar, Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu og staðgengils formanns nefndarinnar, og Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings bankans og framkvæmdastjóra sviðs hagfræði og peningastefnu.

„Verðbólguhorfur hafa versnað töluvert frá síðasta fundi nefndarinnar og mældist verðbólga 5,7% í janúar. Undirliggjandi verðbólga hefur einnig aukist og er talin vera ríflega 4%. Þá hafa verðbólguvæntingar á suma mælikvarða hækkað. Hækkun húsnæðisverðs vegur þungt en aðrir innlendir kostnaðarliðir hafa einnig hækkað. Við bætist hækkun alþjóðlegs olíu- og hrávöruverðs. Samkvæmt spá Seðlabankans eru horfur á að verðbólga verði 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins og yfir 5% fram eftir þessu ári. Gert er ráð fyrir að verðbólga hjaðni þegar hægir á verðhækkun húsnæðis og alþjóðlegar verðhækkanir fjara út en að hún verði ekki komin að markmiði fyrr en undir lok spátímans.

Peningastefnunefnd ítrekar að hún mun beita þeim tækjum sem hún hefur yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma,“ segir í tilkynningu Seðlabankans um stýrivaxtahækkunina.


Tengdar fréttir

Seðla­bankinn hækkar stýri­vexti um 0,75 prósentur

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr tveimur prósentum í 2,75 prósent.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×