Innlent

Ólafur segist leysa pattstöðu með því að bjóða sig ekki fram

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ólafur Ísleifsson verður ekki á lista Miðflokksins í Reykjavík norður.
Ólafur Ísleifsson verður ekki á lista Miðflokksins í Reykjavík norður. Vísir/Vilhelm

Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir lögfræðingur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkjurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Ólafur Ísleifsson alþingismaður býður sig ekki fram á listanum, að eigin sögn svo leysa megi pattstöðu sem upp var komin.

Framboðslisti Miðflokksins var samþykktur á félagsfundi í kvöld með 77 prósent atkvæða fundargesta.

Fyrstu sæti skipa:

  1. Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir, lögfræðingur og sáttamiðlari.
  2. Tómas Ellert Tómasson, verkfræðingur
  3. Erna Valsdóttir, fasteignasali
  4. Þórarinn Jóhann Kristjánsson, tölvunarfræðingur og kennari
  5. Ásta Karen Ágústsdóttir, laganemi og dómritari
  6. Sólveig Bjarney Daníelsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri

Framboðslisti flokksins í Reykjavík norður.Mynd/Miðflokkurinn

Í bréfi sem Ólafur Ísleifsson sendi fundinum segir að „til að leysa þá pattstöðu sem upp er komin við uppstillingu á framboðslista Miðflokksins í Reykjavík norður hefi ég ákveðið að sækjast ekki eftir sæti á framboðslista flokkins í kjördæminu fyrir komandi Alþingiskosningar."


Tengdar fréttir

Mið­flokkurinn boðar odd­vita­kjör í Reykja­vík

Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag.

Berg­þór sækist eftir endur­kjöri

Framboðslisti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi flokksins á fimmtudaginn. Bergþór Ólason, þingmaður leiðir listann í kjördæminu en hann var einnig oddviti flokksins í kjördæminu á síðasta kjörtímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×