Viðskipti innlent

Mac­Kenzi­e Scott giftist kennara við skóla barna sinna

Atli Ísleifsson skrifar
Dan Jewlett og Mackenzie Scott.
Dan Jewlett og Mackenzie Scott. The Giving Pledge

MacKenzie Scott, ein ríkasta kona heims, hefur gifst kennaranum Dan Jewett sem kennir við skóla barna Scott og Amazon-stofnandans Jeffs Bezos.

Scott greinir frá þessu á vefsíðunni The Giving Pledge, en um tvö ár eru nú liðin frá skilnaði þeirra Scott og Bezos. Þau voru gift í um aldarfjórðung og eiga saman fjögur börn.

Í yfirlýsingu frá Bezos segir að Jewett sé frábær maður og að hann sé ánægður og spenntur fyrir hönd bæði Scott og Jewett.

Greint var frá því í desember að Scott hafi látið rúmlega fjóra milljarða Bandaríkjadala af hendi rakna til fjölskylduhjálparstofnana og styrktarsjóða á síðustu mánuðum. Það samsvarar um 500 milljarða íslenskra króna. Hún hefur áður sagst ætla að gefa megnið af auðæfum sínum til góðgerðasamtaka.

Scott var á síðasta ári átjánda á lista yfir ríkustu manneskjur heims, en á síðasta ári jukust auðæfi hennar mikið og eru nú metin á 53 milljarða Bandaríkjadala.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×