Viðskipti innlent

Hafna því að til standi að selja hlutinn í Alvogen

Atli Ísleifsson skrifar
Alvogen hóf starfsemi sína á Íslandi á árinu 2010 og eru höfuðstöðvar þess í Vatnsmýri.
Alvogen hóf starfsemi sína á Íslandi á árinu 2010 og eru höfuðstöðvar þess í Vatnsmýri. Alvogen

Stjórn CVC Capital Partners hafnar því að fjárfestingarfélagið ætli sér að selja um helmingshlut sinn í Alvogen líkt og fram kom í frétt Markaðarins, fylgiriti Fréttablaðsins í morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Elísabetu Hjaltadóttur, samskiptastjóra hjá Alvotech, systurfélagi Alvogen. Þar segir að ekki hafi verið leitað til Alvogen við vinnslu fréttar Markaðarins. Vísir sagði frá málinu í morgun.

Í tilkynningunni er vísað í tölvupóstsamskipti Alvogen og Tomas Ekman, stjórnarmanns hjá CVC, þar sem frétt Markaðarins er hafnað. 

CVC sé ekki í miðju ferli að selja sinn hlut og sé sannanlega skulbundið fjárfestingu sinni í Alvogen og sömuleiðis Alvotech.


Tengdar fréttir

CVC vill selja ráðandi hlut sinn í Al­vogen

Alþjóðlega fjárfestingarfélagið CVC Capital Partners, sem er stærsti einstaki hluthafinn í Alvogen, vinnur nú að því selja um helmingshlut sinn í félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×