Vara­ne hetja Madrid gegn Hues­ca

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik dagsins.
Úr leik dagsins. David S. Bustamante/Getty Images

Raphaël Varane skoraði bæði mörk Real Madrid er liðið vann nauman 2-1 útisigur á Huesca í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Real voru í vandræðum fyrir leik og voru til að mynda aðeins sex leikmenn á varamannabekk liðsins. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað framan af og staðan markalaus í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks kom Javi Galan heimamönnum yfir eftir sendingu Shinji Okazaki, sá hinn sami og varð Englandsmeistari með Leicester City árið 2016.

Varane jafnaði metin á 55. mínútu þegar hann fylgdi á eftir aukaspyrnu Karim Benzema sem endaði í slánni. Staðan 1-1 og þannig var hún allt fram á 84. mínútu leiksins. Þá var Varane aftur sneggstur að bregðast við en að þessu sinni eftir að Alvaro Fernandez hafði varið skalla Casemiro út í teiginn.

Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Real sem fyrr í 2. sæti deildarinnar. Nú með 43 stig, sjö stigum minna en topplið Atlético Madrid sem á einnig tvo leiki til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira