KS endurgreiðir sautján milljóna hlutabótagreiðslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 15:49 Þórólfur Gíslason hefur verið kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki frá árinu 1988. Aðsend Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupfélagi Skagfirðinga. „Kaupfélagið mun veita fyrirtækinu sérstaka fjárhagsaðstoð til þess að gera endurgreiðsluna mögulega. Að gefnu tilefni skal tekið fram að kjötvinnslan hefur aldrei greitt kaupfélaginu arð,“ segir í tilkynningu. Aðalskrifstofa Kaupfélags Skagfirðinga er á Sauðárkróki.Vísir/getty Hlutabótaleið stjórnvalda, sem um 6700 fyrirtæki hafa nýtt sér til þessa, var kynnt vegna kórónuveirufaraldurs í mars. Úrræðið hefur verið mjög til umræðu síðustu daga eftir að í ljós kom að stöndug fyrirtæki á borð við Skeljung, Festi og Haga höfðu nýtt sér hana. Öll áðurnefnd fyrirtæki hafa nú tilkynnt að þau hyggist ekki nýta úrræðið áfram og Skeljungur og Hagar hyggjast auk þess endurgreiða Vinnumálastofnun greiðslurnar. Í tilkynningu Kaupfélags Skagfirðinga um endurgreiðsluna segir að félagið „einbeiti sér um þessar mundir að því að verja störf um eitt þúsund starfsmanna sem vinna hjá félaginu og dótturfélögum þess.“ „Með þessari ákvörðun er sú stefna kaupfélagsins undirstrikuð að leita allra leiða til þess að ná því markmiði innan samstæðunnar án sértækrar aðstoðar frá íslenska ríkinu. Þess vegna verður fenginn ríkisstuðningur á grundvelli hlutabótarleiðar endurgreiddur,“ segir í tilkynningu. Rúmlega fimmtíu manns starfa hjá Esju gæðafæði, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið er staðsett við Bitruháls í Reykjavík. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Skagafjörður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 „Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40 Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupfélagi Skagfirðinga. „Kaupfélagið mun veita fyrirtækinu sérstaka fjárhagsaðstoð til þess að gera endurgreiðsluna mögulega. Að gefnu tilefni skal tekið fram að kjötvinnslan hefur aldrei greitt kaupfélaginu arð,“ segir í tilkynningu. Aðalskrifstofa Kaupfélags Skagfirðinga er á Sauðárkróki.Vísir/getty Hlutabótaleið stjórnvalda, sem um 6700 fyrirtæki hafa nýtt sér til þessa, var kynnt vegna kórónuveirufaraldurs í mars. Úrræðið hefur verið mjög til umræðu síðustu daga eftir að í ljós kom að stöndug fyrirtæki á borð við Skeljung, Festi og Haga höfðu nýtt sér hana. Öll áðurnefnd fyrirtæki hafa nú tilkynnt að þau hyggist ekki nýta úrræðið áfram og Skeljungur og Hagar hyggjast auk þess endurgreiða Vinnumálastofnun greiðslurnar. Í tilkynningu Kaupfélags Skagfirðinga um endurgreiðsluna segir að félagið „einbeiti sér um þessar mundir að því að verja störf um eitt þúsund starfsmanna sem vinna hjá félaginu og dótturfélögum þess.“ „Með þessari ákvörðun er sú stefna kaupfélagsins undirstrikuð að leita allra leiða til þess að ná því markmiði innan samstæðunnar án sértækrar aðstoðar frá íslenska ríkinu. Þess vegna verður fenginn ríkisstuðningur á grundvelli hlutabótarleiðar endurgreiddur,“ segir í tilkynningu. Rúmlega fimmtíu manns starfa hjá Esju gæðafæði, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið er staðsett við Bitruháls í Reykjavík.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Skagafjörður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 „Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40 Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05
Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53
„Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40