Erlent

Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu

Samúel Karl Ólason skrifar
Undanfarið hafa yfirvöld Norður-Kóreu gefið í varðandi kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir ríkisins og áróður þeirra hefur verið aukinn sömuleiðis.
Undanfarið hafa yfirvöld Norður-Kóreu gefið í varðandi kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir ríkisins og áróður þeirra hefur verið aukinn sömuleiðis. EPA/KCNA

Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. Tilraunin mun hafa verið gerð í Sohae-stöðinni þar sem Norður-Kórea hefur skotið gervihnöttum á loft. Rúm vika er síðan Norður-Kórea gerði aðra „veigamikla“ tilraun með eldflaugarhreyfil á sama stað.



Engar viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa átt sér stað á undanförnum mánuðum. Kóreumenn hafa gefið Bandaríkjunum frest til áramóta til að koma til móts við þá og segja að fyrr verði ekki hægt að hefja viðræðurnar að nýju.

Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar.

Undanfarið hafa yfirvöld Norður-Kóreu gefið í varðandi kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir ríkisins og áróður þeirra hefur verið aukinn sömuleiðis.

Sjá einnig: Kalla Trump ruglaðan gamlan mann



yfirvöld Norður-Kóreu hafa ekki sagt í hverju síðasta tilraunin féllst en sérfræðingur sem Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu ræddi við segir ljóst að Kim og félagar vilji sannfæra heiminn að langdrægar eldflaugar þeirra séu nákvæmari og öflugri en áður.



Kim vilji að alþjóðasamfélagið viðurkenni kjarnorkuvopn Norður-Kóreu og að afvopnun verði lögð til hliðar í komandi viðræðum.

 


Tengdar fréttir

Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans.

Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu

Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir að frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn.

Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf

Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×