Erlent

Reyndi að kveikja í bæna­húsi gyðinga og var skotinn til bana

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla var kölluð til þegar reykur sást stíga frá bænahúsinu.
Lögregla var kölluð til þegar reykur sást stíga frá bænahúsinu.

Lögregla á Frakklandi skaut mann til bana í dag sem er sagður hafa freistað þess að kveikja í bænahúsi gyðinga í borginni Rouen. Maðurinn var vopnaður eggvopni og var skotinn þegar hann færði sig í átt að lögreglu.

BBC hefur eftir borgarstjóranum Nicolas Mayer-Rossignaol að árásin á bænahúsið hafi ekki aðeins áhrif á gyðinga í borginni heldur hafi borgarbúar almennt fengið áfall.

Samkvæmt staðarmiðlum var lögregla kölluð á staðinn eftir að reykur sást stíga frá bænahúsinu snemma í morgun. Þegar komið var á staðinn var þar maður með hníf og járnrör og var hann, eins og fyrr segir, skotinn til bana af lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×