Erlent

Verkamannaflokkurinn klár í kosningar

Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. EPA/JESSICA TAYLOR
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lýsti því yfir nú fyrir hádegið að Verkamannaflokkurinn muni styðja tillögu um þingkosningar þann tólfta desember. Corbyn segir að skilyrðum flokksins hafi nú verið mætt eftir að ljóst varð að Evrópusambandið samþykkir frest á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu til 31. janúar á næsta ári.

Þingmenn munu greiða atkvæði um tillögu að kosningum síðar í dag en Boris Johnson forsætisráðherra hefur þrisvar sinnum áður mistekist að koma tillögu um kosningar í gegnum þingið, síðast í gær.

Nú virðist sem menn takist helst á um dagsetningu kosninganna, Skoski Þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir demókratar vilja kjósa níunda desember en Johnson hefur talað um tólfta þess mánaðar. Svo gæti farið að millileiðin verði farin og að kjördagur verði ákveðinn ellefti desember.

Samkvæmt frétt BBC sagði Corbyn við leiðtoga flokksins í dag að hann hefði stöðugt haldið því fram Verkamannaflokkurinn hafi verið tilbúinn í kosningar. Hann hafi viljað tryggja að ekki yrði af Brexit án samkomulags og það hafi nú verið tryggt, tímabundið.



„Við munum nú hefja metnaðarfyllstu og róttækustu kosningabaráttu fyrir alvöru breytingum sem þjóð okkar hefur nokkurn tímann séð,“ sagði Corbyn.

Síðustu skoðanakannanir hafa sýnt fram á yfirgefandi forystu Íhaldsflokksins, sem Boris Johnson leiðir, meðal kjósenda.


Tengdar fréttir

Reynir enn á ný að boða til kosninga

Boris Johnson forsætisráðherra Breta ætlar að reyna enn á ný í dag að fá þingmenn til að samþykkja kosningar þann 12. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×