Erlent

Hafna friðarviðræðum vegna heræfinga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu AP/KCNA
Norður-Kórea hefur hafnað frekari friðarviðræðum við granna sína í suðri. Stjónvöld í Pjongjang skella skuldinni alfarið á Suður-Kóreumenn, sem þau segja að hafi hagað sér með þeim hætti að ómögulegt sé að halda áfram á braut friðar.

Yfirlýsingin kemur í kjölfar ræðu sem forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in hélt í gær þar sem hann hét því að sameina allan Kóreuskagann fyrir árið 2045, en Kórea skiptist upp í tvö ríki árið 1945 að lokinni seinni heimstyrjöld.

Norðanmenn segja ófært að tala á þessum nótum á sama tíma og verið sé að skipuleggja heræfingar með helsta óvini Norður Kóreu, Bandaríkjamönnum, og því geti ekkert framhald orðið á viðræðunum.

Að auki skutu Norður Kóreumenn tveimur eldflaugum á loft í morgun, og er það sjötta slíka tilraunin á innan við mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×