Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2019 16:43 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Xi Jinping, forseti Kína, og Kim Jong-un, æðsti leiðtogi Norður-Kóreu á forsíðu bókar sem var til sölu á flugvellinum í Hong Kong. getty/Geovien So Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Xi mun hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, til þess að ræða vandamál á Kóreu skaganum. Heimsóknin mun vera sú fyrsta sem nokkur kínverskur þjóðhöfðingi fer til Norður-Kóreu í 14 ár og fyrsta heimsókn Xi en hann tók við völdum árið 2012. Aðeins er vika þar til G-20 ráðstefna verður haldin í Japan, þar sem gert er ráð fyrir að Xi muni hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Kim hefur heimsótt Kína fjórum sinnum en enginn kínverskur forseti hefur heimsótt Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, síðan faðir Kim, Kim Jong-il, tók við þáverandi forseta Kína, Hu Jintao, árið 2005. Heimsóknirnar áttu að bæta samskipti milli ríkjanna eftir að yfirvöld í Peking studdu röð viðskiptaþvingana Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvirkni hennar.Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtogi Norður-Kóreu, og Hu Jintao, fyrrverandi forseti Kína, við heimsókn hins fyrrnefnda í Peking árið 2006.getty/Sovfoto„Þessi samskipti Kína og Norður-Kóreu marka kaflaskipti,“ sagði ríkisfréttastofa Kína, CCTV og bætti við að Xi og Kim hefðu náð „samrómi varðandi mörg mikilvæg mál“ á fyrri fundum. Viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa dregist á langinn vegna ósættis með kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, þrátt fyrir fundi Trump og Kim. Bandaríkin og Kína eru eins og er föst í viðskiptastríði sem sífellt þróast þar sem bæði löndin setja æ meiri tolla á vörur hvors annars. Forsætisráðuneyti Suður Kóreu sagði í tilkynningu að vonast væri til að heimsóknin myndi hvetja til endurupptöku á viðræðum um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu.Hvað gerðist í síðustu opinberu heimsókn ríkjanna? Peking hefur þó nokkurt pólitískt vald í Pyongyang en Mao Zedong, fyrrum leiðtogi Kína sagði sambandið vera jafn náið og „tennur og varir.“ Í þriggja daga ferðinni árið 2005 tók Kim Jong-il við Hu á flugvellinum í Pyongyang þegar hann kom til landsins. Þúsundir Norður-Kóreu búa höfðu undirbúið atriði til að bjóða forsetann velkominn þegar bílalest hans keyrði inn í höfuðborgina og veisla var haldin honum til heiðurs. Kim lofaði pólitískar aðgerðir Kína og lofaði forsetanum kínverska að Pyongyang myndi taka þátt í kjarnorkuviðræðunum. Hu og Kim Jong-il hittust oftar í Peking eftir þessa heimsókn. Bandaríkin Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08 Kim sagður hafa tekið samningamann sinn af lífi Suður-kóreskt dagblað fullyrðir að nokkrir embættismenn hafi verið líflátnir eftir að leiðtogafundur Kim Jong-un og Donalds Trump fór út um þúfur í febrúar. 31. maí 2019 07:21 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Xi mun hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, til þess að ræða vandamál á Kóreu skaganum. Heimsóknin mun vera sú fyrsta sem nokkur kínverskur þjóðhöfðingi fer til Norður-Kóreu í 14 ár og fyrsta heimsókn Xi en hann tók við völdum árið 2012. Aðeins er vika þar til G-20 ráðstefna verður haldin í Japan, þar sem gert er ráð fyrir að Xi muni hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Kim hefur heimsótt Kína fjórum sinnum en enginn kínverskur forseti hefur heimsótt Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, síðan faðir Kim, Kim Jong-il, tók við þáverandi forseta Kína, Hu Jintao, árið 2005. Heimsóknirnar áttu að bæta samskipti milli ríkjanna eftir að yfirvöld í Peking studdu röð viðskiptaþvingana Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvirkni hennar.Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtogi Norður-Kóreu, og Hu Jintao, fyrrverandi forseti Kína, við heimsókn hins fyrrnefnda í Peking árið 2006.getty/Sovfoto„Þessi samskipti Kína og Norður-Kóreu marka kaflaskipti,“ sagði ríkisfréttastofa Kína, CCTV og bætti við að Xi og Kim hefðu náð „samrómi varðandi mörg mikilvæg mál“ á fyrri fundum. Viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa dregist á langinn vegna ósættis með kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, þrátt fyrir fundi Trump og Kim. Bandaríkin og Kína eru eins og er föst í viðskiptastríði sem sífellt þróast þar sem bæði löndin setja æ meiri tolla á vörur hvors annars. Forsætisráðuneyti Suður Kóreu sagði í tilkynningu að vonast væri til að heimsóknin myndi hvetja til endurupptöku á viðræðum um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu.Hvað gerðist í síðustu opinberu heimsókn ríkjanna? Peking hefur þó nokkurt pólitískt vald í Pyongyang en Mao Zedong, fyrrum leiðtogi Kína sagði sambandið vera jafn náið og „tennur og varir.“ Í þriggja daga ferðinni árið 2005 tók Kim Jong-il við Hu á flugvellinum í Pyongyang þegar hann kom til landsins. Þúsundir Norður-Kóreu búa höfðu undirbúið atriði til að bjóða forsetann velkominn þegar bílalest hans keyrði inn í höfuðborgina og veisla var haldin honum til heiðurs. Kim lofaði pólitískar aðgerðir Kína og lofaði forsetanum kínverska að Pyongyang myndi taka þátt í kjarnorkuviðræðunum. Hu og Kim Jong-il hittust oftar í Peking eftir þessa heimsókn.
Bandaríkin Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08 Kim sagður hafa tekið samningamann sinn af lífi Suður-kóreskt dagblað fullyrðir að nokkrir embættismenn hafi verið líflátnir eftir að leiðtogafundur Kim Jong-un og Donalds Trump fór út um þúfur í febrúar. 31. maí 2019 07:21 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55
Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08
Kim sagður hafa tekið samningamann sinn af lífi Suður-kóreskt dagblað fullyrðir að nokkrir embættismenn hafi verið líflátnir eftir að leiðtogafundur Kim Jong-un og Donalds Trump fór út um þúfur í febrúar. 31. maí 2019 07:21