Erlent

Íbúðablokk í London brennur: Hundrað slökkviliðsmenn á vettvangi

Andri Eysteinsson skrifar
Eins og sjá má er eldurinn umfangsmikill.
Eins og sjá má er eldurinn umfangsmikill. Mynd/Twitter
Yfir eitt hundrað slökkviliðsmenn voru kallaðir til þegar eldur kom upp í sex hæða íbúðablokk í Barking í austurhluta London síðdegis í dag. Sky greinir frá. 

Eldurinn logaði á öllum hæðum og mátti sjá af myndböndum af vettvangi að eldurinn hafi verið töluverður. Talsmaður slökkviliðs segir að tekist hafi að ná tökum á eldinum um klukkan 18 að staðartíma.

Ekki hafa borist fregnir af því að slys hafi orðið á fólki.

Rúm tvö ár eru frá því að eldur kom upp í Grenfell-íbúðaturninum í vesturhluta Lundúna en þar létust 72. Eftir brunann í Grenfell-turni samþykkti breska ríkisstjórnin að verja andvirði 32 milljörðum króna til að skipta út eldfimri klæðingu  sem víða er að finna í háhýsum. Rannsókn yfirvalda leiddi í ljós að álklæðning hússins og plasteinangrun hafi leitt til þess að eldurinn dreifðist svo hratt sem raun bar vitni.

Ekkert er þó vitað um upptök eldsins í Barking að svo stöddu.

Fréttin hefur verið uppfærð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×