Sport

Tólf sambönd með tillögu um nýjan þjóðarleikvang

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Laugardalshöll er barn síns tíma
Laugardalshöll er barn síns tíma stöð 2
Tólf sérsambönd ætla að leggja fram tillögu um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir á íþróttaþingi ÍSÍ um helgina. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Lengi hefur verið rætt um þörfina fyrir nýja Laugardalshöll, hún stenst hvorki kröfur alþjóðasambandana sem heimavöllur Íslands í alþjóðlegum keppnum né er þar fullnægjandi æfingaaðstaða fyrir landsliðin.



Háværastir í baráttunni um nýja Laugardalshöll síðustu misseri hafa verið forsvarsmenn handknattleikssambandsins og körfuknattleikssambandsins og eru bæði sambönd á meðal þeirra sem standa á bakvið tillöguna.

Ásamt þeim eru Blaksamband Íslands, Dansíþróttasamband Íslands, Fimleikasamband Íslands, Íþróttasamband fatlaðra, Júdósamband Íslands, Keilusamband Íslands, Landssamband hestamannafélaga, Siglingasamband Íslands, Skautasamband Ísland og Sundsamband Íslands að baki tillögunni.

Tillagan er fyrst og fremst áskorun á ÍSÍ, sem eru regnhlífarsambönd íþróttahreyfingarinnar, að hefja tafarlaust viðræður við ríkisvaldið og borgaryfirvöld um varanlega lausn á aðstöðuleysi afreksíþróttafólks og landsliða Íslands.

Farið er fram á að skipaður verði vinnuhópur fyrir 20. maí næst komandi um nýjan þjóðarleikvang sem nýst gæti sem flestum íþróttagreinum. 


Tengdar fréttir

Þolinmæðin mun á endanum bresta

Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×