Erlent

Bandaríkin opin fyrir samningaviðræðum við Norður Kóreu þrátt fyrir bakslag

Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Kim og Trump í Hanoi í síðasta mánuði.
Kim og Trump í Hanoi í síðasta mánuði. AP/Evan Vucci
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er viljugur til að halda áfram samningaviðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorku og eldflaugaáætlun síðara ríkisins, þrátt fyrir að nýlegar gervihnattarmyndir sýni að Norður-Kóreumenn hafi hafið endurbyggingu á eldaflaugastöð sinni í Sanumdong.

Vísbendingar hafa litið dagsins ljós um að Norður-Kóreumenn séu byrjaðir að byggja upp eldflaugastöð sem þeir hófu að rífa þegar viðræður við Bandaríkjamenn hófust í fyrra. Trump sagði í vikunni að það væru vonbrigði ef satt reynist en þó væri of snemmt að draga ályktanir um málið.

Eftir að seinni samningaviðræður leiðtoga ríkjanna runnu í sandinn í lok febrúar virðist vera sem Norður-Kóreumenn hafi ákveðið að gangsetja eldflaugastöðina aftur.

Þrátt fyrir nýjustu vendingar sagði John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump að Bandaríkin séu opin fyrir áframhaldandi samningaviðræðum en málið verði þó rannsakað ítarlega. Þá tók hann undir orð forsetans og lýsti yfir vonbrigðum ef satt reynist.

Þá hafa Reuters eftir Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna að hann muni á næstu vikum senda sendinefnd til Norður-Kóreu með það markmið að rannsaka viðhorf til frekari viðræðna.

 


Tengdar fréttir

Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum

Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist.

Segir Cohen mögulega hafa skemmt fund hans og Kim

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir vitnisburð Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns hans til áratugar, hafa „mögulega“ skemmt fyrir fundi hans og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×