Körfubolti

Cousins: Háskólaboltinn er algjört kjaftæði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zion Williamson er undrabarn í íþróttinni.
Zion Williamson er undrabarn í íþróttinni. vísir/getty
Það er mikið rætt í dag hvort ungstirnið Zion Williamson eigi yfir höfuð að spila annan leik í háskólaboltanum og þar með taka áhættu með framtíð sína.

Zion er á leið í nýliðaval NBA-deildarinnar og verður að öllum líkindum valinn fyrstur. Tímabilið með Duke núna verður því hans eina í háskólaboltanum.

Drengurinn meiddist á hné í vikunni er skórinn gaf sig undan honum og meiðslin hefðu hæglega getað verið mikið alvarlegri. Háskólaleikmenn fá ekkert greitt og Zion er því að leggja framtíð sína undir með því að spila áfram.

Margir eru á því að hann eigi bara að sitja út tímabilið svo hann fái örugglega alvöru samning í NBA-deildinni.

„Það sem ég veit er að háskólaboltinn er algjört kjaftæði,“ sagði DeMarcus Cousins, leikmaður meistara Golden State Warriors, þegar hann var spurður álits.

„Þetta kerfi hjá NCAA er algjört svindl. Þegar ég var á hans aldri þá vildi maður auðvitað njóta stundarinnar en það er bara verið að taka svo mikla áhættu með því að spila.“


Tengdar fréttir

George vill svör frá Nike um hvað kom fyrir skó Zion

Skórnir sem Zion Williamson spilaði í er sólinn fór undan skónum og hann meiddist eru skór sem bera nafn Paul George og heita PG 2.5. Þetta atvik var hræðileg auglýsing fyrir skóna og Nike.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×