Erlent

Kaepernick nær samkomulagi við NFL

Andri Eysteinsson skrifar
Colin Kaepernick er einn umtalaðasti maður Bandaríkjanna.
Colin Kaepernick er einn umtalaðasti maður Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Einn umdeildasti íþróttamaður Bandaríkjanna, leikstjórnandinn og aktívistinn Colin Kaepernick hefur náð samkomulagi í deilu sinni við NFL deildina.

Kaepernick sem er þekktari fyrir baráttu sína gegn lögregluofbeldi en spilamennsku sína innan vallar hóf árið 2016 að mótmæla meðferð bandarískra yfirvalda, einna helst lögreglu á svörtum í Bandaríkjunum.

Mótmæli Kaepernick, sem fólu í sér að krjúpa á hné er þjóðsöngur Bandaríkjanna „Star Spangled Banner“ var leikinn fyrir leik, dreifðust víða um deildina í óþökk stjórnarmanna, eigenda, áhorfenda og jafnvel núverandi forseta Bandaríkjanna Donald Trump.

Samningslaus frá 2017

Frá því að Kaepernick yfirgaf lið San Francisco 49ers í mars 2017 hefur ekkert lið borið víurnar í leikstjórnandann. Kaepernick taldi að um væri að ræða samhæfða ákvörðun eigenda liðanna í deildinni um að semja ekki við hann. Kaepernick var ekki einn um þá skoðun en mikill fjöldi fólks hefur stutt hann í sinni baráttu.

BBC greinir frá því að í dag hafi lögfræðingar Kaepernick og varnarmannsins Eric Reid, sem var einn af þeim fyrstu til að fylgja fordæmi Kaepernick, gefið út yfirlýsingu ásamt fulltrúum NFL deildarinnar þar sem greint var frá því að deiluaðilar hafi náð samkomulagi eftir langar viðræður. Ekki hefur verið greint frá smáatriðum samkomulagsins.

Leikmannasamtök deildarinnar fögnuðu niðurstöðunni og vonast nú eftir því að Kaepernick berist samningstilboð fyrir komandi leiktíð.


Tengdar fréttir

Kaepernick hrósaði leikmönnum fyrir að fara niður á hné

Fyrsti stóri leikdagurinn í NFL-deildinni var í gær og margt áhugavert í gangi. Þar á meðal mótmæli leikmanna meðan þjóðsöngurinn er leikinn en þau eru ekki hætt þó svo eigendur liðanna reyni að koma í veg fyrir þau.

Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike

NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike.

Mál Kaepernick gæti farið fyrir dómstóla

Mál Colin Kaepernick gegn eigendum liða í NFL deildinni gæti farið fyrir dómstóla eftir að beiðni um að vísa málinu frá var hafnað. Kaepernick hefur ekki verið á mála hjá liði síðan í mars 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×