Gagnrýnir „ógeðslega“ íhaldssama fjölmiðla vegna falsaðrar nektarmyndar Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2019 08:10 Alexandria Ocasio-Cortez. Getty/Scott Eisen Alexandria Ocasio-Cortez þingkona demókrataflokksins vandar íhaldssömum fjölmiðlum ekki kveðjurnar eftir að hægrimiðillinn The Daily Caller birti falsaða nektarmynd af henni. Myndin var birt á vef The Daily Caller á mánudag með fyrirsögninni „Hér er myndin sem einhverjir segja að sé nektarsjálfsmynd af Alexandriu Ocasio-Cortez“. Í frétt breska dagblaðsins The Guardian segir að myndin hafi verið í umferð á Internetinu í nokkurn tíma áður en hún var birt á vef The Daily Caller, og þá hafi þegar verið afsannað að konan á myndinni væri Ocasio-Cortez. Ocasio-Cortez gagnrýndi „fréttaflutning“ miðilsins í Twitter-færslum sem hún birti í gær. Þar sagði hún að myndbirting á borð við þessa, og það í stórum íhaldssömum fjölmiðli, sýndi skýrt að konur í leiðtogastöðum ættu á brattann að sækja miðað við starfsbræður sína. Þá gagnrýndi Ocasio-Cortez einnig fréttamann götublaðsins The Daily Mail fyrir að hafa heimsótt ættingja kærasta síns og boðið þeim peningagreiðslu í skiptum fyrir „fréttir“.GOP have been losing their mind + frothing at the mouth all week, so this was just a matter of time.There is also a Daily Mail reporter (Ruth Styles) going to my boyfriend's relative's homes+offering them cash for “stories.”Women in leadership face more scrutiny. Period. https://t.co/KuHJ75sdMg— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 10, 2019 Þá gagnrýndi hún framferði íhaldssömu miðlanna enn frekar vegna myndbirtingarinnar og sagði það „algjörlega ógeðslegt“.For those out of the loop, Republicans began to circulate a fake nude photo of me. The @DailyCaller reposted it (!) and refused to indicate it was fake in the title as well.Completely disgusting behavior from Conservative outlets.No wonder they defended Kavanaugh so fiercely.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 10, 2019 Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur orðið ein skærasta vonarstjarna demókrataflokksins á skömmum tíma. Hún þykir afar vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarð og hefur verið undir smjásjá repúblikana um nokkurt skeið. Í síðustu viku var greint frá því að bandarískir hægrimenn hefðu deilt myndbandi á samfélagsmiðlum í tilraun til að lítillækka Ocasio-Cortez. Myndbandið sýndi þingkonuna dansa á húsþaki á háskólaárum sínum. Skemmst er frá því að segja að smánunartilraun hægrimanna misheppnaðist en samfélagsmiðlanotendur tóku almennt afar vel í myndbandið, sem og svar Ocasio-Cortez við því. Bandaríkin Tengdar fréttir Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez dansandi á háskólaárum sínum fór í dreifingu á netinu en hlaut önnur viðbrögð en ætlunin virðist hafa verið. 4. janúar 2019 10:58 Svarar smánunartilraun hægrimanna með fleiri danssporum Alexandria Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, svaraði í dag myndbandi sem bandarískir hægrimenn deildu í tilraun til að lítillæka hana. 4. janúar 2019 18:58 „Engin spurning“ að Trump sé rasisti að mati þingmannsins unga Alexandria Ocasio-Cortez, nýr þingmaður Demókrata og ein helsta vonarstjarna flokksins segir að það sé "engin spurning“ að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé rasisti. Þetta kom fram í viðtali Ocasio-Cortez í 60 mínútum sem birt var í gær. 7. janúar 2019 16:30 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Alexandria Ocasio-Cortez þingkona demókrataflokksins vandar íhaldssömum fjölmiðlum ekki kveðjurnar eftir að hægrimiðillinn The Daily Caller birti falsaða nektarmynd af henni. Myndin var birt á vef The Daily Caller á mánudag með fyrirsögninni „Hér er myndin sem einhverjir segja að sé nektarsjálfsmynd af Alexandriu Ocasio-Cortez“. Í frétt breska dagblaðsins The Guardian segir að myndin hafi verið í umferð á Internetinu í nokkurn tíma áður en hún var birt á vef The Daily Caller, og þá hafi þegar verið afsannað að konan á myndinni væri Ocasio-Cortez. Ocasio-Cortez gagnrýndi „fréttaflutning“ miðilsins í Twitter-færslum sem hún birti í gær. Þar sagði hún að myndbirting á borð við þessa, og það í stórum íhaldssömum fjölmiðli, sýndi skýrt að konur í leiðtogastöðum ættu á brattann að sækja miðað við starfsbræður sína. Þá gagnrýndi Ocasio-Cortez einnig fréttamann götublaðsins The Daily Mail fyrir að hafa heimsótt ættingja kærasta síns og boðið þeim peningagreiðslu í skiptum fyrir „fréttir“.GOP have been losing their mind + frothing at the mouth all week, so this was just a matter of time.There is also a Daily Mail reporter (Ruth Styles) going to my boyfriend's relative's homes+offering them cash for “stories.”Women in leadership face more scrutiny. Period. https://t.co/KuHJ75sdMg— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 10, 2019 Þá gagnrýndi hún framferði íhaldssömu miðlanna enn frekar vegna myndbirtingarinnar og sagði það „algjörlega ógeðslegt“.For those out of the loop, Republicans began to circulate a fake nude photo of me. The @DailyCaller reposted it (!) and refused to indicate it was fake in the title as well.Completely disgusting behavior from Conservative outlets.No wonder they defended Kavanaugh so fiercely.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 10, 2019 Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur orðið ein skærasta vonarstjarna demókrataflokksins á skömmum tíma. Hún þykir afar vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarð og hefur verið undir smjásjá repúblikana um nokkurt skeið. Í síðustu viku var greint frá því að bandarískir hægrimenn hefðu deilt myndbandi á samfélagsmiðlum í tilraun til að lítillækka Ocasio-Cortez. Myndbandið sýndi þingkonuna dansa á húsþaki á háskólaárum sínum. Skemmst er frá því að segja að smánunartilraun hægrimanna misheppnaðist en samfélagsmiðlanotendur tóku almennt afar vel í myndbandið, sem og svar Ocasio-Cortez við því.
Bandaríkin Tengdar fréttir Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez dansandi á háskólaárum sínum fór í dreifingu á netinu en hlaut önnur viðbrögð en ætlunin virðist hafa verið. 4. janúar 2019 10:58 Svarar smánunartilraun hægrimanna með fleiri danssporum Alexandria Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, svaraði í dag myndbandi sem bandarískir hægrimenn deildu í tilraun til að lítillæka hana. 4. janúar 2019 18:58 „Engin spurning“ að Trump sé rasisti að mati þingmannsins unga Alexandria Ocasio-Cortez, nýr þingmaður Demókrata og ein helsta vonarstjarna flokksins segir að það sé "engin spurning“ að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé rasisti. Þetta kom fram í viðtali Ocasio-Cortez í 60 mínútum sem birt var í gær. 7. janúar 2019 16:30 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez dansandi á háskólaárum sínum fór í dreifingu á netinu en hlaut önnur viðbrögð en ætlunin virðist hafa verið. 4. janúar 2019 10:58
Svarar smánunartilraun hægrimanna með fleiri danssporum Alexandria Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, svaraði í dag myndbandi sem bandarískir hægrimenn deildu í tilraun til að lítillæka hana. 4. janúar 2019 18:58
„Engin spurning“ að Trump sé rasisti að mati þingmannsins unga Alexandria Ocasio-Cortez, nýr þingmaður Demókrata og ein helsta vonarstjarna flokksins segir að það sé "engin spurning“ að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé rasisti. Þetta kom fram í viðtali Ocasio-Cortez í 60 mínútum sem birt var í gær. 7. janúar 2019 16:30