Lífið

Sverrir klippti vin sinn með bundið fyrir augun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sverrir starfar á Portinu í miðbænum.
Sverrir starfar á Portinu í miðbænum.
„Já, þetta var mjög erfitt,“ segir hárgreiðslumaðurinn Sverrir Diego sem klippti karlmann og það með svokallaðri Bird Box aðferð. Sverrir starfar á hárgreiðslustofunni Portið og þykir hann einn sá færasti á sínu sviði á landinu.

Bird Box áskorunin er byggð á samnefndri kvikmynd úr smiðju Netflix en persónur myndarinnar neyðast allar til að hafa bundið fyrir augun. Í byrjun ársins biðlaði Netflix til áhorfenda sinna að fara varlega við framkvæmd áskorunarinnar eftir að myndbönd fóru að birtast á samfélagsmiðlum á borð við Twitter og Instagram.

Bandaríska leikkonan Sandra Bullock fer með aðalhlutverk í umræddum spennutrylli sem kom út í desember. Í myndinni segir frá Malorie sem keppist við að koma sér og börnum sínum í skjól undan óhugnanlegum og dularfullum öflum. Til að lifa af ágang áðurnefndra afla þarf fjölskyldan að flýja blindandi.

„Þetta var reyndar bara kunningi minn og ég hefði nú sennilega ekkert gert þetta við hefðbundinn viðskiptavin,“ segir Sverrir léttur.

„Ég lagaði síðan drenginn aðeins eftir á og hafði hann bara gaman af þessu.“

Hér að neðan má sjá myndbrot af ferlinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×