Enski boltinn

West Ham í viðræðum um sölu Arnautovic

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Var Arnautovic að kveðja stuðningsmenn West Hamí síðasta skipti þegar hann gekk af velli um síðustu helgi?
Var Arnautovic að kveðja stuðningsmenn West Hamí síðasta skipti þegar hann gekk af velli um síðustu helgi? vísir/getty
West Ham og kínverska félagið Guangzhou Evergrande hafa hafið formlegar viðræður um kaup á austurríska framherjanum Marko Arnautovic samkvæmt heimildum Sky Sports.

Kínverskt félag hefur nú þegar boðið 35 milljóna punda kauptilboð í framherjann sem West Ham hafnaði, félagið var ekki nefnt til nafns fyrst þegar fréttir af tilboðinu bárust en það er talið að um Shanghai SIPG sé að ræða. Nú hefur Guangzhou blandað sér í baráttuna.

West Ham vill ekki selja framherjann og sagði í tilkynningu frá félaginu þegar fyrst bárust fréttir af tilboði Shanghai að hugur hans væri í Lundúnum. Danijel Arnautovic, bróðir og umboðsmaður Marko, segir bróður sinn hins vegar hafa áhuga á að færa sig yfir til Kína.

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri West Ham, ætlar ekki að taka Arnautovic með sér til Bournemouth fyrir viðureign liðanna á morgun þar sem Austurríkismaðurinn er ekki í réttu hugarástandi til þess að spila. Þetta hefur Sky einnig eftir heimildum sínum.

Arnautovic kom til West Ham frá Stoke árið 2017. Hann hefur skorað 8 mörk í 18 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.


Tengdar fréttir

„Hausinn hans er hér en ekki í Kína“

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri West Ham, hefur tjáð sig um fréttir af kínversku tilboði í framherjann Marko Arnautovic. Pellegrini vill ekki missa Arnautovic.

Hamrarnir höfnuðu Kínagullinu

West Ham hafnaði mjög stóru tilboði frá ónefndu kínversku félagi í austurríska framherjann Marko Arnautovic. Framherjinn sé ekki til sölu.

Arnautovic vill komast til Kína

Marko Arnautovic, framherji West Ham, vill að félagið taki 35 milljón punda tilboði frá kínversku félagi í sig en Hamrarnir segja að hann sé ekki til sölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×