Stöðva sölu á kúlublysi sem innihélt blý í óeðlilega miklu magni Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2018 16:41 Íslendingar eru iðulega sprengjuglaðir um áramót. Vísir/VILHELM Neytendastofa hefur stöðvað markaðssetningu á kúlublysi í fjölskylduapkka frá PEP International. Var það gert eftir að mælingar Umhverfisstofnunar leiddu í ljós að blysið innihélt blý í óeðlilega miklu magni. Var það um það bil 1.500 falt hærra en í öðrum sýnum Umhverfisstofnunar. Í frétt Umhverfisstofnunar af málinu kemur fram að líklegt sé að blýi hafi verið bætt í vöruna til að framkalla ákveðna eiginleika. Ástæðan fyrir því að farið var í þessar mælingar á innihaldi flugelda sem eru til sölu hér á landi er vegna þess að loftmengun var óvenju mikil um síðustu áramót. Efnagreiningar Umhverfisstofnunar á svifrykssýnum frá Norðurhellu í Hafnarfirði sýndu greinilega aukningu á innihaldi blýs (Pb) og arsens (As) í samanburði við aðra daga. Þó aukningin hafi verið greinileg voru gildin þó langt undir heilsuverndarmörkum hvað þessi efni varðar. Flugeldar innihalda mörg mismunandi efni sem bætt er í þá til að framkalla litríkar og háværar sprengingar. Hafa þungmálmar mikið verið notaðir í þessum tilgangi, vegna þess að bruni þeirra er mjög litríkur. Þessi efni eru þó mörg hver eitruð, brotna hægt niður í náttúrunni og safnast fyrir í lífverum. Þessar staðreyndir hafa orðið til þess að notkun margra þeirra hefur verið takmörkuð eða bönnuð. Umhverfisstofnun hefur það hlutverk samkvæmt efnalögum að upplýsa almenning um hættu tengda notkun á efnum, efnablöndum og hlutum sem innihalda efni til verndar heilsu eða umhverfi. Vegna þeirrar skyldu tók stofnunin ákvörðun í ljósi þeirrar miklu loftmengunar sem varð um síðustu áramót, að ráðast í efnagreiningar á skoteldunum sjálfum m.a. til að kanna hvort þeir standist kröfur efnalaga. Umhverfisstofnun mun standa fyrir frekari mælingum á efnainnihaldi svifryks nú um áramótin. Fyrir ári var sýnum safnað á mælistöðinni við Norðurhellu í Hafnarfirði, en sú mælistöð er utan við þéttustu byggðina og því líklega sú stöð þar sem skoteldamengun var einna lægst á höfuðborgarsvæðinu. Tækjabúnaðurinn sem notaður var við sýnatökuna hefur nú verið færður og var nýlega settur upp á mælistöðinni við Grensásveg. Sambærilegur búnaður verður líka settur upp við Dalsmára í Kópavogi þar sem metgildi svifryks mældust um síðustu áramót. Gerðar verða mælingar á þungmálmum og PAH efnum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur lagt Umhverfisstofnun til viðbótarfjármagn vegna þessa, en svona efnagreiningar eru mjög kostnaðarsamar. Niðurstöður verða birtar um leið og þær liggja fyrir. Tengdar fréttir Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Sjá meira
Neytendastofa hefur stöðvað markaðssetningu á kúlublysi í fjölskylduapkka frá PEP International. Var það gert eftir að mælingar Umhverfisstofnunar leiddu í ljós að blysið innihélt blý í óeðlilega miklu magni. Var það um það bil 1.500 falt hærra en í öðrum sýnum Umhverfisstofnunar. Í frétt Umhverfisstofnunar af málinu kemur fram að líklegt sé að blýi hafi verið bætt í vöruna til að framkalla ákveðna eiginleika. Ástæðan fyrir því að farið var í þessar mælingar á innihaldi flugelda sem eru til sölu hér á landi er vegna þess að loftmengun var óvenju mikil um síðustu áramót. Efnagreiningar Umhverfisstofnunar á svifrykssýnum frá Norðurhellu í Hafnarfirði sýndu greinilega aukningu á innihaldi blýs (Pb) og arsens (As) í samanburði við aðra daga. Þó aukningin hafi verið greinileg voru gildin þó langt undir heilsuverndarmörkum hvað þessi efni varðar. Flugeldar innihalda mörg mismunandi efni sem bætt er í þá til að framkalla litríkar og háværar sprengingar. Hafa þungmálmar mikið verið notaðir í þessum tilgangi, vegna þess að bruni þeirra er mjög litríkur. Þessi efni eru þó mörg hver eitruð, brotna hægt niður í náttúrunni og safnast fyrir í lífverum. Þessar staðreyndir hafa orðið til þess að notkun margra þeirra hefur verið takmörkuð eða bönnuð. Umhverfisstofnun hefur það hlutverk samkvæmt efnalögum að upplýsa almenning um hættu tengda notkun á efnum, efnablöndum og hlutum sem innihalda efni til verndar heilsu eða umhverfi. Vegna þeirrar skyldu tók stofnunin ákvörðun í ljósi þeirrar miklu loftmengunar sem varð um síðustu áramót, að ráðast í efnagreiningar á skoteldunum sjálfum m.a. til að kanna hvort þeir standist kröfur efnalaga. Umhverfisstofnun mun standa fyrir frekari mælingum á efnainnihaldi svifryks nú um áramótin. Fyrir ári var sýnum safnað á mælistöðinni við Norðurhellu í Hafnarfirði, en sú mælistöð er utan við þéttustu byggðina og því líklega sú stöð þar sem skoteldamengun var einna lægst á höfuðborgarsvæðinu. Tækjabúnaðurinn sem notaður var við sýnatökuna hefur nú verið færður og var nýlega settur upp á mælistöðinni við Grensásveg. Sambærilegur búnaður verður líka settur upp við Dalsmára í Kópavogi þar sem metgildi svifryks mældust um síðustu áramót. Gerðar verða mælingar á þungmálmum og PAH efnum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur lagt Umhverfisstofnun til viðbótarfjármagn vegna þessa, en svona efnagreiningar eru mjög kostnaðarsamar. Niðurstöður verða birtar um leið og þær liggja fyrir.
Tengdar fréttir Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Sjá meira
Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00