Erlent

Mueller sakar Manafort um lygar

Samúel Karl Ólason skrifar
Paul Manafort.
Paul Manafort. AP/Jose Luis Magana
Robert Mueller, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump, hafa logið að rannsakendum. Þannig hafi hann brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara frá því í september og gæti hann því átt von á lengri fangelsisdómi og jafnvel fleiri ákærum.

Starfsmenn Mueller segja Manafort hafa logið ítrekað við rannsókn þeirra á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og mögulegu samstarfi framboðs Trump með Rússum.

Washington Post segir að Manafort eigi nú yfir höfði sér minnst tíu ára fangelsisvist eftir að hann játaði skattsvik, tilraun til að hafa áhrif á framgang réttvísinnar og að hafa brotið lög við störf hans fyrir önnur ríki en Bandaríkin.

Samkomulag Manafort við saksóknara fól í sér að hann átti að segja frá „þátttöku hans og vitneskju af glæpsamlegu athæfi“. Ekki kemur fram í dómsskjölunum þar sem Muller sakar Manafort um lygar, hverju hann á að hafa logið.



Í skjalinu segir þó að Manafort hafi logið eftir að hann skrifaði undir samkomulagið. Lögmann hans segja það þó ekki rétt. Hann hafi ekki logið.

Til stendur að dómsuppkvaðning fari fram í febrúar.


Tengdar fréttir

Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin

Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin.

Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar

Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir.

Örlög Rosenstein ráðast á fimmtudaginn

Hann mætti til fundar við John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta Hússins, í dag og væntu fjölmiðlar þess að hann myndi annaðhvort segja af sér eða vera rekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×