Erlent

Heimsmeistari krýndur eftir bráðabana í dag

Heimir Már Pétursson skrifar
Magnus Carlsen og bandaríski áskorandinn Fabiano Caruana.
Magnus Carlsen og bandaríski áskorandinn Fabiano Caruana. AP/Matt Dunham
Það ræðst í dag hver verður næsti heimsmeistari í skák þegar núverandi heimsmeistari Magnus Carlsen og bandaríski áskorandinn Fabiano Caruana tefla bráðabana á heimsmeistaraeinvíginu í Lundúnum.

Jafnt var á með þeim eftir 12 skákir einvígisins og hafa þeir báðir sex vinninga en sex og hálfur vinningur tryggir sigur í einvíginu. Þeir Carlsen og Caruana tefla að minnsta kosti fjórar klukkustundar langar atskákir og hefst fyrsta skákin klukkan þrjú.

Ef enn verður jafnt á með þeim að loknum atskákunum fjórum tefla þeir tvær styttri skákir og svo koll af kolli aðrar tvær þar til annar þeirra nær fleiri stigum.

Skákáhugamenn ætla að hittast í Bryggjunni Brugghúsi í Reykjavík til að fylgjast með úrslitaskákunum. Ingvar Þór Jóhannesson og Björn Þorfinnsson munu skýra skákirnar auk þess sem skákmennirnir sjálfir verða sýndir í beinni.


Tengdar fréttir

Tíu skákum lokið og enn er staðan jöfn

Glóðarauga heimsmeistarans og óheppilegt myndband áskorandans er meðal þess sem hefur verið rætt mikið um í einvígi Carlsen og Caruana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×