Fótbolti

HM-bikarinn verður í Guingamp í dag

Henry Birgir Gunnarsson í Guingamp skrifar
Ferðalag franska landsliðsins með HM-bikarinn heldur áfram í dag.
Ferðalag franska landsliðsins með HM-bikarinn heldur áfram í dag. vísir/getty
Franska knattspyrnsambandið blæs til mikillar veislu í Guingamp í dag þegar franska landsliðið æfir þar í dag. Allir eru boðnir velkomnir.

Æfingin er nefnilega opin fyrir almenning og það allan tímann. Frakkarnir virðast ekkert þurfa að fela fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun.

Frakkarnir eru með HM-bikarinn með sér og munu sýna áhorfendum hér á svæðinu gripinn fallega. Fastlega er búist við því að mikill fjöldi mæti á Stade de Roudourou.

Völlurinn tekur um 18 þúsund manns í sæti og verður þétt setinn er leikur Frakklands og Íslands fer þar fram annað kvöld. Fólk kemur víða að enda búa aðeins rúmlega sjö þúsund manns í þessum bæ.


Tengdar fréttir

Svona var blaðamannafundur Hamrén og Gylfa

Íslenska landsliðið í fótbolta mætir heimsmeistaraliði Frakka í vináttulandsleik í Frakklandi á morgun. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén hélt blaðamannafund fyrir leikinn í dag ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni og var Vísir með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum.

Gylfi: Auðvitað hefði ég átt að mæta í viðtöl

Gylfi Þór Sigurðsson, sem verður fyrirliði Íslands í vináttulandsleik gegn Frakklandi annað kvöld, segir að hann hefði átt að mæta í viðtöl eftir leikinn gegn Belgíu en segir að maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir.

Emil ekki með gegn Frakklandi

Erik Hamren tilkynnti að Emil Hallfreðsson myndi ekki spila með Íslandi í Frakklandi á morgun. Þrír aðrir leikmenn eru tæpir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×