Enski boltinn

Sky segir Gylfa besta leikmann ensku deildarinnar í síðustu leikjum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi var fyrirliði Everton um helgina
Gylfi var fyrirliði Everton um helgina vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson er besti leikmaður ensku úrvasldeildarinnar um þessar mundir samkvæmt styrkleikaröðun Sky Sports.

Gylfi skoraði frábært mark í 2-1 sigri Everton á Leicester á laugardaginn, fjórða mark hans í síðustu fjórum leikjum. Hann hefur spilað frábærlega í síðustu leikjum og frammistaðan um helgina kom honum í toppsæti styrkleikaröðunar (e. Power Rankings) Sky Sports.

Raheem Sterling var efstur á þeim lista en hann datt niður í sjöunda sæti. Arsenalmaðurinn Alexandre Lacazette er í öðru sæti listans eftir tvö mörk í sigri á Fulham og Belginn Eden Hazard er í þriðja sæti.

Þegar horft er á allt tímabilið, ekki bara síðustu fimm leiki, er Gylfi í öðru sæti, rétt á undan Raheem Sterling en nokkuð á eftir Eden Hazard sem hefur verið bestur á tímabilinu.

Styrkleikaröðunin er reiknuð með því að gefa leikmönnum stig fyrir 34 mismunandi tölfræðiþætti.

Efstu 10 leikmenn styrkleikaröðunarinnarskjáskot

Tengdar fréttir

Sjáðu ótrúlegt mark Gylfa gegn Leicester og endurkomu Man Utd

Gærdagurinn var fjörugur í enska boltanum í gær. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fimmtugasta mark í úrvalsdeildinni og var það af glæsilegri gerðinni. Jóhann Berg Guðmundsson átti enn eina stoðsendinguna og Manchester United lauk deginum á ótrúlegri endurkomu. Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum hér.

Gylfi fyllti fimm tugina með draumamarki

Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Everton sigur á Leicester City á laugardaginn með sínu fimmtugasta marki í ensku úrvalsdeildinni. Markið var í glæsilegri kantinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×