Lífið

Fallbyssuskot skoðuð í „Slow motion“

Samúel Karl Ólason skrifar
Fallbyssuskot, sýnt mjög hægt. Svo hægt að kúlan virðist ekkert hreyfast á þessari mynd.
Fallbyssuskot, sýnt mjög hægt. Svo hægt að kúlan virðist ekkert hreyfast á þessari mynd.
Dustin, sem rekur Youtuberásina Smarter Every Day, er ávalt að bralla eitthvað. Á dögunum fór hann og virti fyrir sér fallbyssukeppni í Tennessee í Bandaríkjunum. Þar hafði hópur manna komið saman til að keppa í því að skjóta úr gamaldags fallbyssum. Því ef þú átt fallbyssu viltu auðvitað skjóta úr henni.

Til að fanga fallbyssuskotin á sem bestan hátt notaðist Dustin við tvær háhraðamyndavélar og var markmið hans að skoða höggbylgjurnar frá fallbyssunum sérstaklega.

Það er óhætt að segja að myndefni Dustin er nokkuð gott og það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum áhugamönnum um fallbyssur.


Tengdar fréttir

Eru hraðbankar skotheldir?

Edwin Sarkissian er einn af mörgum Bandaríkjamönnum sem birtir myndbönd af sér á Youtube þar sem hann er að skjóta hina ýmsu hluti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×