Kaepernick hrósaði leikmönnum fyrir að fara niður á hné

Fyrsti stóri leikdagurinn í NFL-deildinni var í gær og margt áhugavert í gangi. Þar á meðal mótmæli leikmanna meðan þjóðsöngurinn er leikinn en þau eru ekki hætt þó svo eigendur liðanna reyni að koma í veg fyrir þau.
Miami-leikmennirnir Kenny Stills og Albert Wilson fóru niður á hné í þjóðsöngnum. Aðrir reistu hnefann upp í loft en sumir mótmæltu hljóðlega með því að bíða inn í göngunum í þjóðsöngnum.
Upphafsmaður mótmælanna, Colin Kaepernick, hrósaði Stills og Wilson fyrir sitt hugrekki.
„Þetta hugrekki mun hafa áhrif á heiminn. Þeir sýndu mikinn styrk með því að berjast fyrir þá bældu. Þeir gefast ekki upp þó svo ráðist sé á þá og þeim ögrað,“ skrifaði Kaepernick meðal annars á Twitter.
My Brothers @kstills and @ithinkisee12 continue to show their unwavering strength by fighting for the oppressed! They have not backed down, even when attacked and intimidated. Their courage will move the world forward!
“Love is at the root of our resistance!”✊ pic.twitter.com/2kSsX4s7EU
— Colin Kaepernick (@Kaepernick7) September 9, 2018
Cleveland vann ekki leik á síðustu leiktíð en nældi í óvænt jafntefli gegn Pittsburgh. Þegar búnir að gera betur en í fyrra.
Úrslit gærdagsins:
Green Bay-Chicago 24-23
Baltimore-Buffalo 47-3
Cleveland-Pittsburgh 21-21
Indianapolis-Cincinnati 23-34
Miami-Tennessee 27-20
Minnesota-San Francisco 24-16
New England-Houston 27-20
New Orleans-Tampa Bay 40-48
NY Giants-Jacksonville 15-20
LA Chargers-Kansas City 28-38
Arizona-WEashington 6-24
Carolina-Dallas 16-8
Denver-Seattle 27-24
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.