Lífið

Fyrsti karlmaðurinn á forsíðunni: "Truflar mig þegar ég heyri sögur um mig sem eru ekki sannar“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúrik Gíslason var gestur í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í sumar.
Rúrik Gíslason var gestur í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í sumar.
Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Sandhausen í Þýskalandi, er í ítarlegu viðtali við tímaritið Glamour sem kom út í dag. Hann fékk gríðarlega athygli eftir að hann kom inn á sem varamaður í leik Íslands og Argentínu á HM í sumar og endaði eftir mótið með 1,3 milljónir fylgjenda á Instagram. Rúrik er fyrsti karlmaðurinn sem er á forsíðu á íslensku útgáfunni af Glamour.

„Þetta var mjög sérstakt allt saman og virtist engan enda ætla að taka. Ég hef samt tekið þessu með stóískri ró en auðvitað er spes að fá 240 þúsund nýja fylgjendur á einum degi. Með því að fá svona marga fylgjendur þá hættir maður eiginlega að hafa einhverja yfirsýn yfir þennan miðil. Sem er smá leiðinlegt því kannski byrjar einhver að fylgja mér sem mig langar til að fylgjast með á móti, eða sendir mér skilaboð sem ég væri til í að svara, en það er engin leið fyrir mig að sjá það,“ segir hann í samtali við Glamour.

Ætti að nýta þetta tækifæri

Í dag getur Rúrik í raun rukkað töluverðar upphæðir fyrir það eitt að birta myndir í samstarfi við fyrirtæki og gert samninga við stórfyrirtæki. Hann er einn fárra Íslendinga með fleiri en eina milljón fylgjenda.

Rúrik Gíslason er komin aftur í íslenska landsliðið.vísir/getty
„Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að ég ætti að nýta mér þennan fylgjendafjölda og þessa athygli á einhvern hátt en ég vil gera það á mínum eigin forsendum. Ég vil ekki gera þetta því einhverjir aðrir sjá tækifæri til að græða peninga á þessu. Ég vil vekja athygli á góðgerðarsamtökum og einhverju sem skiptir máli. Ekki bara stökkva á öll tilboð því þá væri ég fljótt búinn að missa tökin á þessu. Ég hef fengið mikið af fáránlegum tilboðum í gegnum tíðina. Durex-auglýsingu í Tel Avív, til dæmis. Maður þarf að vanda valið á hvaða fyrirtækjum maður vill vinna með og hvert maður stefnir með þetta allt saman.“

Það voru sérstaklega konur frá Suður-Ameríku sem kunnu að meta íslenska leikmanninn eftir að hann sást á skjánum í leiknum gegn Argentínu og grínaðst Rúrik með það hvort Glamour sé ekki að selja blaðið út til Suður-Ameríku. Hann fær ótal mörg skilaboð frá konum um allan heim á hverjum degi.

Bara eitthvert kjaftæði

„Þetta truflar mig ekkert. Ég hef val um hvort ég opna þetta eða ekki, og kannski er ég bara orðinn svona vanur þessu eða eitthvað. Þetta allavega truflar mig mjög lítið. Það truflar mig meira þegar ég heyri sögur um mig sem eru ekki sannar og það er nóg af því. Fólk heldur að það þekki mig því það heyrði einhverja sögu um mig, sem er svo bara eitthvert kjaftæði. Eða þegar einhver er að þykjast vera ég. Það truflaði mig mjög mikið.“

R
úrik birti sjálfur mynd af forsíðu Glamour á Instagram-reikningi sínum í gær og þegar þessi frétt er skrifuð hefur hann fengið um 120.000 læk.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×