Erlent

Auðmaðurinn dæmdur í fangelsi vegna „morðsins“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mál Arkady Babchenko hefur vakið mikla athygli, enda þykir mörgum sviðsetningin grafa undan trúverðugleika fjölmiðla.
Mál Arkady Babchenko hefur vakið mikla athygli, enda þykir mörgum sviðsetningin grafa undan trúverðugleika fjölmiðla. VÍSIR/AFP
Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa lagt á ráðin um að myrða úkraínska blaðamanninn Arkady Babchenko. Maðurinn, Borys Herman, er sagður hafa játað sök og hefur fallist á að aðstoða við frekari rannsókn málsins.

Blaðamaðurinn Babchenko öðlaðist heimsfrægð þegar hann sviðsetti eigið morð í Kænugarði í maí síðastliðnum.

Degi seinna mætti hann á blaðamannafund þar sem yfirvöld Úkraínu sögðu sviðsetningin hafi verið til að laða þá sem ætluðu sér að koma honum fyrir kattarnef úr felum.


Tengdar fréttir

Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi

Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu.

Auðmaður í gæsluvarðhaldi vegna „morðsins“

Dómstóll í Úkraínu hefur samþykkt gæsluvarðhald yfir auðmanni sem talinn er hafa lagt á ráðin um að myrða rússneska blaðamanninn, sem talið var að hafi verið myrtur í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×