Enski boltinn

Messan: Emery er að biðja um of mikið frá Cech

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heldur Cech sæti sínu í allan vetur?
Heldur Cech sæti sínu í allan vetur? vísir/getty
Strákarnir í Messunni ræddu um markvarðarmálin hjá Arsenal í þætti gærdagsins en Bernd Leno hefur mátt gera sér það að góðu að horfa á leiki Arsenal frá bekknum í upphafi leiktíðar.

„Það er ekkert hægt að lofa manni sæti í liðinu. Hann verður að vera betri en sá sem er fyrir. Ég held samt að Unai Emery, stjóri Arsenal, sé að biðja Petr Cech um hluti sem eru ekkert fyrir Petr Cech,“ segir Hjörvar Hafliðason en hann segir Cech hafa varið vel þó svo honum hafi ekki gengið vel að spila boltanum.

„Það er verið að biðja Cech um að vera fótboltamann í markinu sem er önnur grein. Hann er ekki sterkur þar en Leno getur ekki bara labbað inn og tekið stöðuna.“

Sjá má umræðuna um Arsenal hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×