Innlent

Hvalhræ á reki við Sæbraut

Andri Eysteinsson skrifar
Hræið flýtur hér í sjónum við Reykjavíkurhöfn.
Hræið flýtur hér í sjónum við Reykjavíkurhöfn. Aðsend/Vilhjálmur McGreevy
Laust fyrir klukkan 10 í morgun barst lögreglu tilkynning um að hvalhræ væri á reki í sjónum við Sæbraut.

Lögregla telur að um sé að ræða hræ af hvali sem drapst nýlega og sagt var frá í fjölmiðlum.

Líklega er hræið því af andarnefju sem strandaði í fjörunni í Engey 16. ágúst síðastliðinn. Tvær andarnefjur strönduðu þá og tókst að koma annarri þeirra á flot. 

Að sögn lögreglu mun ekki vera hægt að fjarlæga hræið af sökum þess hve illa farið það er. Náttúran verður því að hafa sinn gang.


Tengdar fréttir

Björguðu andarnefju úr Engey

Björgunarfólki tókst í gærkvöld að koma á flot annarri af tveimur andarnefjum sem strönduðu í fjörunni í Engey í gær. Talið var að hún myndi spjara sig. Hin andarnefjan drapst skömmu áður en flæddi að henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×