Enski boltinn

Pochettino: Stuðningsmennirnir þurfa ekki að vera neikvæðir

Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að það sé engin ástæða fyrir stuðningsmenn liðsins að vera neikvæðir fyrir komandi tímabil.

 

Í sumar varð Tottenham fyrsta liðið í sögu sumargluggans til þess að kaupa ekki einn einasta leikmann og margir stuðningsmenn félagsins eru allt en sáttir. Pochettino er þó á því að framtíð félagsins er björt.

 

„Þetta snýsta allt um að vera samkeppnishæfir á nýju tímabili. Við vorum að sjálfsögðu að vinna að því að bæta við leikmönnum í okkar hóp sem hefðu styrkt liðið en það einfaldlega gekk ekki upp.”

 

„Það gekk bara ekki vel, en við erum samt sem áður ánægðir með okkar leikmannahóp sem við höfum nú þegar. Við getum ekki kvartað og við treystum okkar leikmönnum, við munum vera samkeppnishæfir.”

 

Það vakti mikla athygli í byrjun sumargluggans þegar Pochettino sagði í viðtali að það væri mikilvægt að félagið myndi sýna hugrekki í glugganum og töldu flestir að Pochettino væri að tala um það að liðið myndi eyða meiri pening heldur en venjulega. Pochettino hefur þó sagt að það hafi ekki verið það sem hann var að tala um.

 

„Það sem ég meinti með hugrekki var að halda okkar bestu leikmönnum, sem er svo mikilvægt. Til dæmis héldum við Harry Kane og það er frábærlega gert hjá félaginu, og sýnir mikið hugrekki.”

 

„Að halda þínum bestu leikmönnum og stjóra, halda áfram að trúa á liðið þitt og unglingastarfið, byggja nýjan leikvang, það er hugrekki.” 

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×