Innlent

Stefnir í 50% kjörsókn

Andri Eysteinsson skrifar
Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli.
Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kjörsókn í íbúakosningu sem haldin er í dag í Árborg var 40,14% klukkan 17:00.

Í tilkynningu frá yfirkjörstjórn Árborgar segir að þessi tala innihaldi ekki utankjörfundaratkvæði og má því búast við um 50% þáttöku í kosningunum.

Kosið er í sex kjördeildum um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar sagði það þó ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna.

 


Tengdar fréttir

Umdeild íbúakosning í Árborg í dag

Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×