Innlent

Hitinn hæstur á Patreksfirði

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Á Klambratúni.
Á Klambratúni. fréttablaðið/þórsteinn
Óvenjuhlýtt loft fór yfir landið í gær og mældist hitinn víða yfir 20 gráðum. Hæst fór hitinn í 24,7 gráður á Patreksfirði. Á höfuðborgarsvæðinu varð hann mestur 23,1 gráða.

Þrumuveður var á Suðvesturlandi fyrri partinn og einnig fyrir norðan síðdegis. Þar laust eldingum niður.

„Það verður áfram milt loft og austlægar átti næstu daga,“ segir Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Lægðir koma yfir landið þannig að það mun rigna eitthvað. Það verður meira og minna skýjað á landinu öllu á morgun og hitinn verður mestur vestan til, eitthvað í kringum 18 gráður.“

Á miðvikudag segir Hrafn aðra lægð koma með úrkomu austan til á landinu. Besta veðrið verður þá suðvestanlands, segir hann.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×